“Ég á þarna við þroska mannshuga, og val á memeum í tilteknum slíkum. Ekki val á memeum almennt í gegnum tíðina.”
Það er sami hluturinn. Memeið er ekki háð einstaklingnum eins og genið (einn einstaklingur, eitt afrit). Hver einstaklingur meðtekur, afritar eða hafnar milljörðum og trilljónum mema á lífsleiðinni. Memetíska kynslóðabilið getur því verið allt frá þúsundum ára niður í nokkrar sekúndur, og bilið minnkar stöðugt.
“1. Áframhaldandi lífi iðkanda”
Líf viðtakandans er ekki nauðsynlegt til að memein dreyfi sér. Til dæmis er píslarvotta memeið ákaflega útbreitt og vegnar ákaflega vel án áframhaldandi lífs iðkandans. Samkvæmt skilgreiningu drepur iðkandinn sig við iðkunina og dreyfir þannig memeinu.
2. Getnaður og framfærsla afkvæma, sem þroskalega er mótækilegust.
Þetta var satt, en er það ekki lengur. Það var hér á öldum áður að menning okkar og hugmyndir fóru nærri sömu leið og genin, til beinna afkomenda. Með tilkomu nútímasamfélagsins hins vegar breiðast memin út í sjónvarpi, á prenti, yfir internetið, o.s.frv. Flest meme sem einstaklingurinn afritar yfir ævina fær hann í dag ekki lengur frá foreldrunum, heldur frá ókunnugu fólki hinum megin á hnettinum.
Svo má nefna iðkanir eins og skírlífi, sem breiddu sér út eins og eldur í sinu t.d. á miðöldum, vegna þess að þær voru hluti af memeplexum sem vegnaði einstaklega vel (trúarbrögðum).
Mig minnir líka að Beethoven hafi ekki átt nein afkvæmi. Hans gen eru týnd og tröllum gefin, en memin hans lifa áfram í tónleikahöllum og geislaspilurum heimsbyggðarinnar.
3. Áframhaldandi lífi þess memeíska hóps sem iðkar memeið.
Aftur ekki nauðsynlegt. Meme geta dáið út og vaknað aftur til lífsins. Þau geta legið í dvala, geymd á prenti, rist á steinhellur eða brennd á geisladiska. Memein lifa sjálfstæðu lífi. Það fylgir líka að þau deyja oft út án þess að iðkendahópurinn deyji út. Hópurinn einfaldlega hættir iðkuninni. Annar hópur getur síðan tekið iðkunina upp seinna. Allt gerist þetta óháð genasamsetningu viðkomandi.
“Ágætis afgreiðsla fyrir eitt af lögmálum atferlisfræðinnar: Kalla það gamla tuggu, og þar með Zip!”
Ég leyfi Richard Dawkins að rökstyðja það nánar, en læt þetta duga: erfðasálfræðin útskýrir ekki hvers vegna ég er í blárri skyrtu í dag. Ég hef enga eðlishvöt fyrir bláum skyrtum, og ekki hjálpar hún við útbreiðslu gena minna. Hún útskýrir heldur ekki hvernig það má vera að ég sé að tala við þig hér og nú yfir apparat sem þjónar engum genetískum tilgangi og þjónar engri eðlishvöt.
“Fyrir utan það að öll meme hafa upprunalega tilgang sem kominn er frá eðlishvötunum.”
Ekki öll. Ekki í dag. Í upphafi var það svo, því eðlishvatirnar voru nánast eini hvatinn fyrir memetískri þróun. Allt annað í mannlegri tilveru er sköpunarverk memanna, og þessir hlutir eru í dag stærri hlutinn af okkar daglegu skynjun.
En samkvæmt skilgreiningu hefur replicator eins og meme aðeins þann tilgang að fjölga sér. Honum er því “alveg sama” um eðlishvatir og þessháttar. Nema að því leiti til sem eðlishvatirnar hjálpa til við fjölgunina.
Til dæmis meme sem segir “kóperaðu mig annars deyrðu” (keðjubréf t.d.) nota eðlishvötina til áframhaldandi lífs sér í hag. Þá gildir einu hvort lífið heldur áfram eða ekki, svo lengi sem kóperingin á sér stað fyrst.
“Endilega láttu mig vita ef þú þekkir til meme-a sem hvika frá þessari reglu.”
Ég þekki til hellings af þeim. Til dæmis meme memið (meta-meme). Hvaða genetískum tilgangi þjónar það? Hvaða hvöt svalar kenningin um meme? Scrollbarið hérna til hægri, hvaða eðlishvötum er það bundið? Hvers vegna eru allir gluggar með svona svipaðan scrollbar? Er það vegna þess að það hjálpar til við framfærslu tegundarinnar? Neibb, það einfaldlega hjálpar framfærslu scrollbarsins. QWERTY lyklaborðið. Hvað er það við QWERTY sem hjálpar þetta gífurlega mikið við svölun eðlishvata að það eru bara öll lyklaborð einmitt svona? Ekki er það vegna þess að það hentar líffræðilegum eiginleikum mannsins. Þvert á móti.
Viltu annars meina að handabönd hafi orðið til að sjálfu sér vegna þess að eðlishvötin hafi sagt okkur að setja hendurnar saman? Nei, auðvitað er efniviður memeanna innra og ytra umhverfi mannsins svo langt sem skynjun okkar nær. Það má líka kenna hverjum sem er handabönd. Viðkomandi þarf ekki einu sinni að vera með hendur.
“Meme er því að mínu mati bundið í báða skó, vegna líffræðilegra og ástæðufræðilegra takmarkanna mannsins.”
Með þessu ertu að segja að manninum sé ómögulegt að búa til abstrakt hugtök og strúktúra sem ekki lúta líffræðilegum tilgangi.
Ég vil meina að memeið sé bundið í annan skóinn í besta falli, og að reimin sé að losna jafnt og þétt (reyndar með exponent, en jafnt og þétt hljómar betur). Það má líka segja að þetta hafi snúist við, að genin séu komin með beisli og að memið haldi í taumana. Náttúruvalið er nefnilega komið úr höndum líffræðinnar og í hendur meðvitaðra huga okkar. Við erum farin að láta stjórnast af memum eins og að eiga ekki afkvæmi.
Síðan er líka fyllilega mögulegt kenningarlega að stöðva genetíska þróun og halda memetískri þróun áfram. Við einfaldlega drepum alla nema einn og klónum hann svo endalaust. Hver og einn verður sjálfstæður einstaklingur og memetísk þróun heldur áfram sinn gang.
Ég er ekki að taka fyrir að siðmenning þróist, enda er sú hugmynd mun eldri nefndum Dawkins. Það sem ég er fyrst og fremst að benda á er þröngt viðhorf þitt til ástæður athafna mannsins.
Ef um væri að ræða að meme stjórnuðu athöfnum mannsins yrði hegðun hans í hundrað prósent samræmi við uppeldi, svipað og í tabula rasa kenningu Locke. Eðlishvöt nefni ég það sem erfist milli manna, og eru áhrif hennar á líf mannsins oft nefnd á bilinu 50-75%. Fátt gefur tilefni til að þessi tala hafi farið hríðlækkandi síðan fjölmiðlar efldust, en t.a.m. í Njálu var haldið fram 75% áhrifunum í orðtakinu ,,Fjórðungi bregður til fósturs”.
Píslarvottahugtakið er þekkt meðal annara dýra en mannsins, svo það er nokkuð víst það mun eiga sér stað oftar, að einstaklingur fórni lífi sínu fyrir það sem hann metur hagsmuni hóps síns. Annars lifir meme hugtakið auðvitað áfram með þeim sem vita af píslardauðanum, sér í lagi þeim sem græddu eitthvað á honum.
Hversvegna listir höfða til okkar fellur undir fagurfræði. Nóg er að minnast á það að ef tónlist Beethovens ylli ekki vellíðan heldur höfuðverkjum væri hún síður vinsæl í dag. Svo má benda á það að listsmekkur er að miklum hluta lærður, en þó er merkilegt samrými milli t.a.m. kynja (s.s. hafa erfðir með það að gera).
Kenningar og fróðleiksfýsn eru til komnar þegar manninum með spjótið gekk betur að veiða en óvopnaða manninum. Tilbúningur á abstrakt hugtökum þjónar því að minnsta kosti einum líffræðilegum tilgangi…
Blá föt komu til eins og skrautlegir litir í náttúrunni, meiri athygli. Flóknar ástæður liggja áræðanlega að baki nákvæmu hlutverki litarins í daglegu lífi. Hinsvegar gengur þú hvað helst í blárri skyrtu til að skera þig ekki úr fjöldanum og tilheyra minnsta kosti í klæðaburði þeim hóp sem þú vilt samsvara þér með.
Áræðanlega liggja einhverjar ástæður að baki vali uppröðunnar bókstafa á lyklaborði, en ástæðan fyrir útbreiðslu er þörfin fyrir samhæfingu.
Að eiga ekki afkvæmi er ráðstöfun til að auka hagsæld þeirra sem hlut að eiga, það kostar að eiga börn. Auk þess sem tæknin veitir þeim kost á að stunda kynlíf samt sem áður.
Kenningarlega (úff, enska) séð yrði þetta all menningarsnauður heimur hjá klónunum. En auðvitað er rétt að forsendur þróunnar erfðabera mannsins eru orðnar all flóknari á okkar tímum. Þó er þróun erfðabera mannsins sem betur fer ekki það hröð á okkar mælikvarða að þurfi að hafa af því miklar áhyggjur í þessum pælingum.
0
“Ef um væri að ræða að meme stjórnuðu athöfnum mannsins yrði hegðun hans í hundrað prósent samræmi við uppeldi”
Alls ekki. Meme koma ekki aðeins frá uppeldi. Og alls ekki allt hegðunarmynstur kemur frá ytra umhverfinu. Og alls ekki allt frá memum heldur. Maðurinn er að sjálfsögðu dýr og erfir mikið af sínu hegðunarmynstri.
“Píslarvottahugtakið er þekkt meðal annara dýra en mannsins”
Það er ekkert hugtak þekkt meðal neins annars dýrs en mannsins. Maðurinn er einstakur meðal dýranna að hann getur tileinkað sér hugtök og skipst á þeim.
“Hversvegna listir höfða til okkar fellur undir fagurfræði.”
Og fagurfræðin er vel útskýranleg með meme kenningunni, ásamt stærðfræði og e.t.v. erfðum.
“Tilbúningur á abstrakt hugtökum þjónar því að minnsta kosti einum líffræðilegum tilgangi…”
Í fyrstu, já. Fyrstu viti bornu mennirnir nýttu hugvit sitt til að auka kyn sitt. Svo með tímanum fór hugvitið að auka útbreiðslu sína af sjálfu sér.
T.d. með bláu skyrtuna. Hugtakið “blá skyrta” getum við sagt að sé meme og hugar okkar eru umhverfið sem það þrífst í. Ef ytra og innra umhverfi hugans veldur því að hugtakið þrífst vel í huganum (t.d. með því að allir vinir manns séu í bláum skyrtum, eða uppáhalds leikarinn manns eða maður hafi góðar minningar úr æsku tengdar bláum lit), þá veldur það því að maður klæðir sig í bláa skyrtu. Sá sem sér mann í skyrtunni hefur þá meðtekið memeið og má vera að hann dreifi því áfram.
Eins er með orðtök og slettur. Einn daginn gæti orðið rosalega vinsælt að segja “þokkalega”. Þetta berst mann frá manni vegna þess að þetta orð þrífst í huganum og fær mann til að segja það, og þannig koll af kolli. Svo deyr þetta út. Ekki þjónar þetta líffræðilegum tilgangi, heldur sínum eigin sjálfselska tilgangi.
“Kenningarlega (úff, enska) séð yrði þetta all menningarsnauður heimur hjá klónunum.”
Hvers vegna heldurðu það? Yrði menning þeirra ekki eins fjölbreytt og stórkostleg og menning okkar? Og þá hvers vegna ekki? Ef hver og einn er sjálfstæður einstaklingur með sína eigin lífsreynslu hvað aftrar honum að skapa margbrotna og mikilfenglega menningu?
Í lokin vil ég bara segja það að mér þykir hugmyndir þínar um hugann og hvernig hann virkar örlítið gamaldags. Okkur fleygir fram í hugvísindum og við skiljum betur með hverju árinu sem líður hvernig hugar okkar virka. Ég vil mæla eindregið með að lesa bækur eftir Marvin Minsky, Douglas Hofstadter, Ray Kurzweil og Susan Blackmore. Einnig bók sem ég er að lesa núna og er hreint frábær innsýn í hvað við vitum og vitum ekki um hugann. Sú bók heitir “Anatomy Of Thought” og er eftir Ian Glynn.
Annað var það ekki í bili.
0
“”Ef um væri að ræða að meme stjórnuðu athöfnum mannsins yrði hegðun hans í hundrað prósent samræmi við uppeldi“
Alls ekki. Meme koma ekki aðeins frá uppeldi. Og alls ekki allt hegðunarmynstur kemur frá ytra umhverfinu. Og alls ekki allt frá memum heldur. Maðurinn er að sjálfsögðu dýr og erfir mikið af sínu hegðunarmynstri.”
Ég held að Greymantle sé á því að eðlishvatir séu erfða hegðunarmynstrið.
“Það er ekkert hugtak þekkt meðal neins annars dýrs en mannsins. Maðurinn er einstakur meðal dýranna að hann getur tileinkað sér hugtök og skipst á þeim.”
Hvernig veistu það?
0
“Hvernig veistu það?”
Vegna þess að táknkóðun á sér ekki stað, og skipti á slíkum táknum ekki heldur. Vegna þess að ef dýrategundir eins og t.d. simpansar sem hafa verið á jörðinni í milljónir ára hefðu getu til að skilja og skiptast á hugtökum, þá væri jörðin yfirfull af menningu þeirra. Svo er ekki raunin. Það fyrirfinnst ekki einu sinni vísir að einföldustu og frumstæðustu menningu meðal þessara dýra.
Það er ákaflega einfalt að láta reyna á þetta. Það hafa verið gerðar tilraunir til að kenna simpönsum táknmál, sem og höfrungum, og þetta er vel skjalfest. Niðurstöðurnar hafa sýnt að þessi dýr geta lært að nota táknmál, en geta ekki gripið hugtökin sem liggja á bakvið táknin. Aðeins notað táknin svo til af handahófi til að fá það sem þau vilja (s.s. að svala eðlishvötunum).
Ef þú átt simpansa þá geturðu prófað þetta heima: settu haug af hlutum af mismunandi lit og lögun fyrir framan simpansa sem þú hefur kennt táknmál. Biddu hann um að færa þér tíu græna þríhyrninga. Þetta getur hann aldrei gert, vegna þess að þessi einfalda bón krefst þess að skilja abstrakt hugtök eins og “tíu”, “grænn”, og “þríhyrningur”. Vissulega getur simpansinn skynjað þríhyrninga, fjölda hluta, og grænan lit. Hann getur bara ekki tengt þessa skynjun sína við hugtök. Ef hann gæti það gæti hann einnig tengt hugtök saman. Ef hann gæti tengt hugtök saman gæti hann lært að tengja þau við tákn. Og ef hann gæti það gæti hann myndað sér trúarbrögð eða byggt flugmóðurskip.
0
Kannski er einhvers konar menningu að finna hjá einhverju öðru dýri einhversstaðar en menn hafa bara ekki áttað sig á því. Aldrei að segja aldrei.
0
Maður segir ekki aldrei, heldur “ekki núna”. Það voru áður fyrr til aðrar dýrategundir sem mynduðu sér frumstæða menningu. T.d. Homo habilis og Homo neanderthalis.
0