EF pæling.. og engin óheppni
Ég var á leiðinni til strætó um daginn til læknis, nema hvað að á meðan ég var að bíða eftir að tími væri til að leggja af stað útá stoppistöð ákvað ég að fylgjast aðeins með sjónvarpinu.
Lít svo á klukkuna sé að tíminn er kominn og ég verði að flýta mér.
Stekk af stað hendi kókinni minni ofaní tösku og hendist útá stoppistöð,
lít á klukkuna …nei þá var klukkan heima of sein, ég var löngu búin að missa af honum, hleyp þá á aðra stoppistöð en tek eftir því þegar ég er komin að skýlinu að eitthvað blautt var á töskunni minni, ég kíki ofaní og viti menn tappinn hafði ekki verið skrúfaður nógu vel á kókflöskuna, gríp þá til þess ráðs að tæma töskuna til að geta sturtað kóktjörninni úr, en í því að ég geri það virðist sem að ég hafi ekki tekið eftir að gemsinn minn var ennþá í töskunni og smallaðist á götunni. (óþarfi að segja að ég kom alltof seint í læknistímann)
afhverju er ég að segja frá týpískum degi í lífi mínu hér ?
nú útaf því að í strætóferðinni niðureftir (þegar mér loksins tókst að komast í einn) fór ég að hugsa.
Þetta var engin hel*** óheppni eins og flestir myndu leggja til.
þetta var röð afleiðinga… afleiðing kæruleysis að þessu sinni, ef ég hefði ekki verið föst við sjónvarpið hefði ekkert af þessu gerst.
En er ekki allt lífið bara röð orsaka og afleiðinga.
Ég að sjálfsögu hef alltaf vitað að það er afleiðing af öllu , en aldrei pælt í því.
Allt sem þú gerir á hverjum degi mótar bæði næstu klukkutímana, sumt allt lífið, og sumt orsakar hve lengi þú lifir.
Allar aðgerðir, allt hefur áhrif.
Og þar kemur grundvöllur minn fyrir EF. Allt lífið er EF ég geri þetta hvað gerist þá ?