Thortho:
Hugtakið “guð” stakt og eitt er etv ekkert mótsagnakenndara en td hugtakið “skapari” eða e-ð annað. Þó er hægt að kafa í það þannig að það hætti að vera augljóst, td hvað eru nægjanleg skylyrði svo að e-ð geti kallast “guð”, þeas hver er merking hugtaksins, og það gæti leitt út í frekari flækjur, þar sem flest orð eru tengd öðrum orðum, og mynda þannig ákveðinn merkingarheim, eða landslag. En ég ælta að hlífa okkur við þeim útúrdúr.
Það sem ég átti við með guð og þeim hugtakaflóka sem hann umlykur (ég á við gyðing/kristilega guð), þá á ég auðvitað við samhengið sem hugtakið “guð” er sett í. Eins í hvaða körfu egg er sett í, það er egg, en það er á e-m stað, nefnilega þessum stað. Öll merking veltur á samhengi, allt er í samhengi, annars værum við ekki meðvituð um það.
Málið er að það eru margar útgáfur af þessum flóka, og etv er enginn ein útgáfa. Hvaða útgáfu eigum við þá að lifa eftir? Hvað er trúin þá, ef við þekkjum ekki einusinni það sem “trúa á, á”?!
Rökin eru það eina, eða það besta sem við höfum.
Þegar við veltum fyrir okkur trú, brjótum heiminn niður í nihilisma, efumst, lifum okkar daglega lífi, þá beitum við rökum, meðvitað eða ekki. Þá er ég að tala um rök í víðasta skilningi, við beitum auðvitað ekki endilega formlegri rökfræði, þó það væri að vísu hægt, í daglegu lífi. Kannski má kalla rök eins og ég skil þau, grunn mannlegrar skynsemi, eða ef við förum lengra inn í hugarheim minn, þá myndi ég kalla það hæfileikann til að greina mynstur.
Jú, vera má að við trúum á rök, og það sé þal eðlislíkt því að trúa á e-ð annað. En því er ég gersamlega ósammála.
Hefðbundin trúarbrögð þurfa ekki að hafa innra samhengi, en hið röklega hlítur að byggja á samhengi, e-u mynstri.
Allt það sem við stólum á í ákvarðanatöku okkar, bara í því að vera til, byggir á því að við teljum okkur þekkja orsök og afleiðingar í okkar nánasta hversdagsleika. Þá á ég við, að við td við það að berja hnefa í borð, þá búumst við við því að heyra hljóð, og glösin titri á boðrinu, og jafnvel getum við búist við því að fá illt augnatillit frá sauðunum í kring um okkur. ;)
Hvað varðar trúarbrögð, þá er ekkert sambærilegt samhengi í þeim, íþm nauðsynlega, þó vissulega geti verið um slíkt að ræða, og það samhengi tel ég að sé vert athugugnar í öllum trúarbrögðum, ef það hefur vítækara samhengi, þe hefur e-ð með raunveruna að gera. Annars hafa trúarbrögð aðallega huggandi gildi, eins og dóp og lygasögur. ;)
Að trúa hljótum við að gera, en hverju við trúum, skiptir ekki minna máli fyrir því. Það er þetta sem þú þarft að beina sjónum að.
Kv.
VeryMuch