LoveStar - pælingar um hana Ég var nýlega að klára þessa skáldsögu eftir Andra Snæ Magnason og verð ég að segja að eftir að ég las þessa bók byrjaði ég að líta á suma hluti öðruvísi. Sem sagt, hún breytti mér aðeins.

Ég mæli ekki með því að fólk sem hefur ekki lesið bókina, lesi þessa umfjöllun. Þetta eru ekki beint spoilerar, en ég er að lýsa pælingunum og þetta myndi bara eyðileggja fyrir ykkur skemmtunina við að lesa þessa bók.

Sagan er eiginlega þreföld miðað við hvernig ég “upplifði” þetta:!!!SPOILER!!! Sagan af LoveStar í flugvélinni áður en hann deyr, sagan af honum nokkrum mánuðum áður en hann dó, og síðan saga Indriða og Sigríðar.!!!END OF SPOILER!!!
Það fannst mér nokkuð flott gert, maður var að fara fram og aftur í sögunni og maður “upplifði” nokkur flashback og það finnst mér vera kostur.

Hugmyndin bakvið þetta allt saman, að ástin, dauðinn og Guð, hafi allt saman vísindalega skýringu og að hægt sé að notfæra sér hana til að betrumbæta mannkynið var mjög heillandi hugmynd og lýsti bókin aðstæðum og umhverfi afar vel ásamt því að segja söguna. Sagan gerist augljóslega í náinni framtíð, en það er eiginlega ekki hægt að flokka hana í einn flokk, því hún er ástarsaga, hún er pínu Sci-fi (alls ekki mikið) og hún getur að nokkru leyti verið dæmisaga.

Síðan komu athyglisverðar pælingar í ljós; eins og með hugmyndir. Í bókinni er sagt að maður fái ekki hugmyndir, hugmyndir fá mann. Ef hugmynd kemst inní heilann þá er tvennt að gera: Framkvæma hana og vera þræll hugmyndarinnar þar til hún er framkvæmd, eða sleppa henni, sem verður til þess að einhver annar fær hana. Og ef maður hugsar út í þetta þá er einhver sannleikurí þessu. Ég hef oft lent í því að fá hugmyndir og sleppt þeim, síðan sé ég fréttir um einhvern sem er að fara að framkvæma nákvæmlega sömu hugmyndina.

Önnur pæling var í sambandi við samskipti. En LoveStar (þetta er sko persóna) uppgötvaði að fuglar og önnur fljúgandi hópdýr notuðu heilabylgjur til að vera samtaka í oddaflugum og að rata. LoveStar notaði síðan þessa vitneskju og færði hana yfir í menn og upp kom “hinn handfrjálsi maður”. Hinn handfrjálsi maður var orðinn mótakari fyrir öllu, hann var eiginlega með innbygða tölvu, nettengingu, sjónvarp, eiginlega alltsaman.

En síðan fór LoveStar að þróa þessa hugmynd aðeins lengra og fann upp á leið til þess að reikna fólk saman. Fólk sem væru reiknaðir saman voru sálarfélagar, ástin milli þeirra var vísindalega sönn ást því að heilabylgjur þeirra virkuðu alveg eins, sálir þeirra sameinuðust í eina heild, því í upphafi voru þessa sálir aðeins tveir helmingar af sálinni. Þetta var vísindaleg ást. Mér fannst þetta alveg mögnuð pæling hjá höfundinum.

Áfram með þessar bylgjur. Fólkið í Lovestar fyrirtækinu voru byrjaðir að uppgötva að þegar maður bað um eitthvað, þá mynduðust bylgjur, og þessar bylgjur færu allar á sama stað, og að þessi staður myndi vera staðurinn þar sem maðurinn myndi finna Guð. Mér fannst með ólíkindum ótrúlegt hvað þetta leit út fyrir að vera mögulegt!!! Ég, sem trúlaus maður, í fyrsta skiptið síðan ég varð trúlaus, fór virkilega að pæla hvort það væri möguleiki að Guð væri til, með þessa möguleika að ef maður myndi biðja, þá myndi einhver taka við því í formi heilabylgna. Þetta leit mjög vísindalega rökrétt.

Þessi bók kannski yfir höfuð á að kenna okkur að hugmyndir geta komið manni að kolli og það er eiginlega ekkert sem hægt er að gera til að stoppa það……

Endilega svarið þessu

Weedy