“er mögulegt við höfum bara ekkert þróast í þessi milljón ár sem við höfum verið uppi”
- já það eru góðar líkur á því að hægt er að bera saman mannin í dag og fyrir milljón árum á hvaða sviði sem er og benda á að þróun hefur verið í gangi.
“við heimska mannskepnan sem enn styðst við frumstæðilegar fyrirmyndir í sjónvarpi, skóla og fjölmiðlum”
- Ég er ekki viss hvort að ég ætti að hæðast að orðalaginu þínu og benda á að sjónvarp, skóli og fjölmiðlar voru ekki til fyrir milljónum árum síðan, og getum við því ekki _enn_ verið að styðjast við fyrirmyndir frá þessum miðlum.. eða hvort að ég ætti að benda á að við erum ekki neydd til að velja fyrirmyndir, við veljum þær sjálf, og hefur sjónvarp, skóli og fjölmiðlar einungis aukið á það val. Þó svo að sumt val er til hins verra, þá þýðir það ekki að vondar fyrirmyndir verða fyrir valinu.
“og í leið látum ræna okkur öllum völdum í tilraun til að fá einhver ?”
- heimskulega orðað hjá þér, einhver hvað? Hvernig hefur aukið val á fyrirmyndum rænt okkur einhverju?
“Því að fjöldinn, - múgurinn, er latur og heimskur”
- Múgurinn já, fjöldinn, nei.
“og ber enga ást til hvatrænnar afneitunar”
- hvatræn afneitun? er þetta annað dæmi um illa samsetta setningu hjá þér? Hvatræn býst ég við að þýði að hvetja, og hvatræn afneitun er þá að hvetja til afneitunar. Að bera enga ást er sama og að segja að fólk fílar ekki eitthvað. Þannig að þú varst að segja að fjöldinn fílar ekki hvatningu til afneitunar? Afneitunar á hverju? Hver er að hvetja til þess? Hvað ertu að bulla?
“og röksemdir um að eitthvað sé óumflýjanlegt bíta ekki á hann.”
- ‘eitthvað’ er mjög stórt orð, og röksemdir um ‘eitthvað’ og að það eigi að vera óumflýjanlegt hefur enn breiðari meiningu. Allavega er bullið í þér ekki að bíta á mig.
“Og einstaklingarnir sem múgurinn samanstendur af styðja hver annan í því að gefa agaleysinu lausan tauminn.”
- Nei sko, loksins eitthvað rétt hjá þér.
"Það er einungis fyrir áhrif frá mönnum, sem eru öðrum fordæmi og sem múgurinn lítur á sem leiðtoga að hann [múgurinn] fæst til að leggja á sig þá vinnu og afneitun sem tilvist menningar hvílir á.“
- Ertu að tala um samfélagið? Samfélag er ekki múgur, samfélag er alls ekki stjórnað af fyrirmyndum, og að segja svoleiðis bull er fáránlegt. Múgur er þegar enskar fótboltabullur fara á berserksgang, eða þegar einhver hópur af mönnum koma saman og byrja að láta illa. Múgur af fólki hefur ekki leiðtoga, heldur þorendur og þolendur. í rauninni skiptir ekki máli hvort þú sért að tala um fyrirbærið múgsefjun eða samfélagið, í bæði tilföllunum hefurðu kolrangt fyrir þér.
”Allt er í góðu gengi ef þessir leiðtogar hafa til að bera yfirburða innsæi í það sem manninum er nauðsynlegt og ef þeir hafa náð þeim þroska að kunna stjórn á hvatrænum óskum sjálfra sín.“
- Ég held nú að innsæi og stjórn á stelsýki er ekki beint það eina sem að gæða þarf stjórnanda.
”En sú hætta er fyrir hendi að þeir láti meira undan múgnum en hann lætur undan þeim til þess að þeir glati ekki áhrifum sínum.“
- að láta undan ‘múgnum’, semsagt að hlusta á hvað samfélagið er að biðja um er rangt? Hvað heldur þú að leiðtogi sé? bóndi að leiða kýrnar til slátrunar? Ég skal segja þér hvað leiðtogi er, hann er þjónustufulltrúi allrar þjóðarinnar, hvorki meir né minna. Samfélagið biður hann um að fara í mál sem að koma upp á dagskrá, og hann á að finna bestu leiðina til að leysa þau mál. einfaldara getur það ekki verið. Hann er ekki einræðisherra sem á að nota ‘innsæi’ til að vita hvað er best fyrir þjóðina, hann á að nota heyrnina til að hlusta á hvað þjóðin vill og kanna þá úrkosti sem eru fyrir hendi.
”Þess vegna virðist óhjákvæmilegt að leiðtogarnir séu óháðir múgnum vegna þeirra valda sem þeir hafa.“
- Þú veist ekkert um þetta mál. Gott hefði verið ef að ‘leiðtogar’ okkar hér á heimspekis áhugamálinu hefðu nú hent þessu rusli í stað þess að ofbjóða okkur á heimskunni í þér.
”þetta er bara kenning?"
- þetta er bara steypa?
K.