Mikilvægi þess að spyrja réttra spurninga.
Þetta er eitt af því sem ég tel mjög mikilvægt; ef maður spyr ekki réttra spurninga fær maður óhjákvæmilega rangt svar.
Hvernær skapaði guð alheiminn?
Er dæmi um þessa spurningu. Á svona heimspekilegri spurningu er nokkrir gallar. Þarna er gefið að til sé guð, að alheimurinn hafi verið skapaður og að sú sköpun hafi gerst á einhverjum tímapunkti.
Meingölluð spurning sem krefst meingallaðs svar.
Sömuleiðis sú spurning sem er margir spyrja sig svo oft;
Hver er tilgangur tilverunnar?
Þessi spurning fer líka í taugarnar á mér. Þarna er gert ráð fyrir því að til sé óskilgreind tilvera, að hún hljóti að hafa tilgang og að tilgangur sé alheimsleg sannindi en ekki manngert fyrirbrigði.
En hverslags spurningar eru þá tilhlíðlegar? Er ekki alltaf hægt að finna einhverstaðar ef sanninda keðja er rakin forsendu sem ekki er hægt að sanna?
Jú, auðvitað, en það þarf ekki að skipta mann máli ef niðurstaðan er rétt. Við erum að leitast eftir réttri niðurstöðu og það skiptir mann nákvæmlega engu máli þótt alheimurinn sé blekking eða whatsoever.
Spurning eins og: Hver er pabbi þinn? er líka byggt á ósönnuðum forsendum en svarið sem kemur; t.d. þetta er pabbi minn, er gagnleg niðurstaða miðað við spurninguna vegna þess að þótt að spurningin sé í sjálfu sér meingölluð þá verður svarið nákvæmlega jafnt gölluð, á sama plani og verður niðurstaðan rétt á þessu plani, skv. þessum gölluðum forsendum sem er allt í lagi að séu gallaðar þar sem við fáum hvort sem er aldrei algerlega sanna niðurstöðu og erum þess vegna ekkert sérstaklega að leitast eftir því.
Þess vegna köllum við þessar gölluðu forsendur frumsendur ef okkur þykir þær ásættanlegar og nothæfar.
Hins vegar er álitamál hvaða frumsendur séu ásættanlegar, sumar eru álíkar álitlegar og aðrar jafnvel áberandi vitlausar.
Eins og sú frumsenda að tilgangur sé alheimsleg sannindi en ekki manngert fyrirbrigði, sem er eitthvað sem stenst ekki nánari skoðun og mundu flestir þykja sú frumsenda að tilgangur sé ekki alheimsleg sannindi heldur manngert fyrirbrigði betri.
En báðar þessar frumsendur eru samt sem áður jafn röklausar og ósannaðar.
Hvað ræður því þá hvora við veljum sem sanna frumsendu og hina ekki. Hvað ræður því að við tölum um punkt hafi staðsetningu en ekki stærð? Hvað með ef við töluðum um punkt sem fyrirbrigði sem hefði stærð en enga staðsetningu?
Ég held að frumsendur sé bara það form sem maðurinn byggir skynjunum sínum. Þessi grunnför sem öll mannleg reynsla rennur um.
Getur einhver útskýrt hvað grænn litur sé? Hvernig ætti að útskýra fyrir blindri manneskju hvað grænn litur sé?
Orðið grænn er bara mannlegt orð yfir eitthvað fyrirbrigði sem breytist aldrei. Ef það breyttist væri það ekki lengur grænn.
Þannig er það líka með frumsendurnar að mínu mati, þær eru skynjuð óútskýrð fyrirbrigði sem við byggjum alla okkar reynslu á og eru óbrigðul af þeirri einu ástæðu að ef þær bregðust þá væri væri þær ekki lengur þær sjálfar.
Segjum að x/y sé fullstytt brot. Segjum að það sé óbrigðult. Af hverju? x/y beygir ekki náttúrulögmálin, allsekki, x/y er bara mannlegur tilbúningur sem á að tákna eitthvað sérstakt.Ef x/y væri óstytt þá myndum við einfaldlega stytta það og kalla svarið x/y.
Frumsendur byggjast þar með ekki á tungumálinu heldur byggist tungumálið á frumsendum.
Á þessum veiku stoðum byggist síðan öll rökfræði, öll aðleiðsla.