Þetta er ritgerð sem ég skrifaði um Friedrich Nietzsche, og eru allar athugasemdir, svo lengi sem þær eru uppbyggilegar, vel þegnar. [Afsakið stafsetningarvillurnar]
Hvers vegna skrifa ég um Friedrich Nietzsche? Ef til vill má segja að ég sé hinn dæmigerði Nietzsche markhópseinstaklingur. Ég trúi ekki á guð, og eftir að ég heyrði fyrst “guð er dauður”, og heyrði hver hafði sagt það, þá fékk ég áhuga á Nietzsche. Mun ég þó reyna að halda óhlutdrægni að vissu marki. Þ.e. ég mun reyna að útskýra hvað Nietzsche hafði fyrir sér þegar hann sagði þessi fleygu orð, sem seinna áttu eftir að vera efst í huga margra þegar hugsað er um manninn, jafnvel þótt að hann hafi verið merkur heimspekingur fyrir margt annað en þessa setningu. En auðvitað er best að byrja á byrjuninni.
Upphaf mannsins
Friedrich Nietzsche fæddist 15. október, 1844, í Rökken í Prússlandi, sem nú er Þýskaland. Heimili Nietzsches var höfuðvígi fyrir Lúþerska guðhræðslu. Afi hans í föðurætt hafði gefið út bækur þar sem hann varði Mótmælendatrú, og hafði komist í kirkjulega stöðu sem umsjónarmaður; en afi hans í móðurætt hafði verið sveitarprestur. Carl Ludwig Nietzsche, faðir Friedrichs, var skipaður í stöðu prestar í Rökken af Friedrich Wilhem IV konungi yfir Prússlandi, en Friedrich Nietzsche er einmitt nefndur eftir honum. Faðir Nietzsche dó 1849, áður en Friedrich náði fimm ára aldri, og eyddi hann því meirihluta uppvaxtarára sinna í heimilishaldi með fimm konum, móður hans , Franzisku, yngri systir hans, Elisabeth, amma hans í móðurætt, og tveimur einstæðum frænkum hans.
Árið 1850 flutti fjölskyldan til Naumburg við Saale ánna, þar sem Nietzsche sótti undirbúnings einkaskóla, sem kallaðist Domgymnasium. 1858 fékk hann skólastyrk við Schulpforta, sem var á þeim tíma leiðandi í Þýskalandi sem heimavistarskóli fyrir mótmælendur. Hann bar af í Pforta, og fékk framúrskarandi klassíska menntun þar, og, eftir að hafa útskrifast þaðan 1864, fór hann til háskólans í Bonn, til að læra guðfræði og klassíska textafræði. Þrátt fyrir tilraunir til aðlagast félagsstarfi skólans, voru þær tvær annir sem hann eyddi við háskólann í Bonn misheppnaðar, og var þar sérstaklega um að kenna hatrömmum deilum á milli tveggja helstu kennara hans, Otto Jahn og Freidrich Wilhelm Ritschl. Nietzsche sótti sér hæli í tónlist, semjandi talsvert af tónverkum undir sterkum áhrifum frá Robert Schumann, rómantísku þýsku tónskáldi. Árið 1865 flutti Nietzsche sig til háskólans í Leipzig, fyrlgjandi Ritschl, sem hafði tekið stöðu þar.
Fall mannsins
Nietzsche féll niður á götum Turin á Ítalíu í Janúar 1889, þar sem hann hafði algjörlega misst stjórn á hæfileikum sínum til að hugsa. Undarlega en merkingarfulla minnispunkta senti hann strax eftir fall sitt til vinar síns Franz Overbeck sem kom Nietzsche til Basel., en fyrrnefndur Ritschl hafði einmitt komið honum í stöðu þar, þrátt fyrir að á þeim tíma hafi Nietzsche ekki haft neitt af þeim gráðum eða vottorðum sem venjulega þurfti til að komast í slíka stöðu. Nietzsche eyddi síðustu 11 árum lífs síns í algjöru andlegu myrkri, fyrst á hæli í Basel, svo undir vernd móður sinnar í Naumberg, og eftir dauða hennar hjá systir sinni í Weimar. Hann dó 1900. Talið er að hann hafi dáið af afbrigðilegri lömun af völdum þriðja stigs sífilis.
Nietzsche og Hitler
Sú tenging sem oft er gerð á milli Nietzsche og Adolf Hitler og fasisma er að mestum hluta vegna notkunar systur hans Elisabethar á verkum hans. Hún var gift skrumara og gyðingahatara, Bernhard Förster, og eftir sjálfsmorð hans 1889 vann hún samviskusamlega að því að endurskapa Nietzsche í mynd Försters. Hélt hún vægðarlausri hönd yfir bókmenntalegum verkum Nietzsches, og algjörlega stjórnað af græðgi, settu hún fram verk hans þar sem settir höfðu verið áður höfnuðum punktum, svo sem Viljinn til að stjórna (The Will to Power,1901). Hún stundaði einnig lítilvægar falsanir. Kynslóðir af fréttaskýrendum voru blekktir. Jafn mikilvægt, var að hennar eigin ákafa hrifning á Hitler bendlaði nafn Nietzsche við harðstjórann í augum almennings.
Níhilismi var það hugtak sem Nietzsche notaði til að lýsa gildisfellingu þeirra gilda sem voru sem hæst settar af sjálfsafneitandi hugtökum. Hann leit svo á að sá tími sem hann lfði á sem óvirkan níhilisma, sem er, sá tíma sem gerði sér ekki grein fyrir trúarlegri og heimspekilegri fullkomnun sem leysist upp með tilkomu 19. aldar raunhyggju. Með falli frumspekilegrar og guðfræðilegrar undirstöðu og samþykki fyrir hefðbundnu siðferði var aðeins almenn tilfynning um tilgangsleysi og merkingarleysi eftir. Og sigur merkingarleysisins er sigur níhilismans: “Guð er dauður.” (Bernd Magnus)
Er guð dauður?
Hafiði þið ekki heyrt um vitfyrringinn sem kveikti á ljóskeri um hábjartan morgun, hljóp út á markaðinn og hrópaði í sífellu: „Ég er að leita af Guði! Ég er að leita af Guði!“ þar eð þar voru einmitt margir saman komnir sem ekki trúðu á Guð uppskar hann mikinn hlátur [...] Vitfyrringurinn stökk inn í hópinn og hvessti á þá augum. „Hvert Guð fór?“ hrópaði hann. „Ég skal sega ykkur það! Við drápum hann – þið og ég! [...]Guð er dauður! Guð heldur áfram að vera dauður! Og við drápum hann! Hvernig eigum við að hughreysta okkur, við morðingjar morðingjananna? (The Gay Science,1882,Friedrich Nietzsche. Þýðing Þrastar Ásmundarsonar og Arthurs Björgvins Bollasonar, kemur einnig fram í The hammer of the Gods, en ekki þýðingin)
Ef til vill er best að taka fram fyrst af öllu hina augljósu staðreynd. Nietzsche sagði ekki “guð er dauður.” Rétt eins og Shakespeare sagði ekki “að vera, eða ekki vera”, heldur lagði hann orðin í munn Hamlets, persónu sem hann skapaði. Víst er það að Nietzsche skrifaði orðin “guð er dauður” en eins víst er að hann lagði þau í munn persónu, brjálæðing hvorki meira né minna. Og verða lesendur alltaf að vera varkárir um að gera greinarmun á því sem höfundur hugsar og það sem persóna segir. Því miður er mikið af fólki sem er ekki gerir þann greinarmun. Og þess vegna er það orðið vinsælt að halda að Nietzsche hafi sagt “guð er dauður.” Jafnvel hafa spunnist um þetta brandarar, og fólk leggur orð í munn guðs, sem segir “Nietzsche er dauður.”
En hvað meinti brjálæðingur Nietzsches? Varla gat hann einfaldlega meint að í heiminum sé trúleysingi – það var ekkert nýtt. Og ekki gat hann meint að guð væri líkamlega dauður, vegna þess að ekkert vit væri í því. Ef að guð væri í raun dauður, þá hlyti hann að hafa eitt sinn verið lifandi – en ef guð evrópsku rétttrúnaðarkirkjunnar væri lifandi þá væri hann eilífur og gæti aldrei dáið. Þannig að brjálæðingurinn var ekki að tala um hinn bókstaflega guð. Í stað þess er hann að tala um hvað þessi guð stóð fyrir í evrópskri menningu, hin sameiginlega menningarlega trú á guð sem hafði eitt sinn verið hið skilgreinandi og sameinandi tákn.
Skal nú minnt á þá staðreynd að á þeim tíma sem Nietzsche er að koma með þessar hugmyndir sínar er mikið að gerast í heiminum. Stutt er síðan Charles Darwin kom með sína hugmynd um þróun tegundana, og meira ljós er að færast yfir heiminn upplýsingalega séð. En er það einhver tilviljun að margir af helstu fræðimönnum og skáldum í Evrópu höfðu “yfirgefið” kristnidóminn fyrir 1900? Var það iðnbyltingin og hinar vísindalega framþróanir? Var það Darwin og skrif hans um þróun. Eins og skrifað hefur verið um voru margar efasemdarraddir og vantrú í gangi á þessum tíma. Þar sem guð hafði eitt sinn staðið einn – sem miðdepill þekkingar, tilgangs og lífs – óhljómur radda heyrðust nú og var guði ýtt til hliðar. Fyrir mörgum, sérstaklega þeim sem töldust með hinum menningarlega og vitsmunalega heldra fólki var guð algjörlega horfinn. Og fjarri því að koma í stað guðs, sköpuðu þessar óhljóms raddir einungis hyldýpi. Þær sameinuðust ekki og veittu ekki þá fullvissu og huggun sem guð hafði áður gert. Þetta skapaði ekki einungis trúarkreddu, heldur einnig menningarkreddu. Vísindi, heimspeki og stjórnmál fóru með guð sem óviðkomandi, og verður þá manngæska aftur mælikvarði alls, en enginn virtist vera til í að taka því sem föstu gildi. Auðvitað er ef til vill betra að guð dó frekar en að hann skildi einungis hafa orðið að einhverju sem enginn vildi nokkuð með hafa, skjögrandi vera sem enginn vill nokkuð með hafa og neitar að takast á við hinn nýja veruleika. Einhverjar eftirlegukindur myndu ef til vill vilja halda lengur í hann, en staða hans sem yfirnáttúrulegs afls myndi ekkert breytast.
Niðurlag
Hvað hef ég lært af þeirri vinnu sem ég lagði í þessa ritgerð, og því sem ég hef komist að? Þegar Nietzsche lagði orðin “guð er dauður” í munn brjálæðingsins átti hann við að um leið og efinn kom fram um að hugsast gæti verið að guð væri ekki til, dó guð. Allt það sem var að gerast í heiminum á þeim tíma gerði það að verkum að þessi hugmynd fékk enn meiri hljómgrunn. En hvað finnst mér? Ég trúði ekki á guð áður en ég byrjaði, en eftir að hafa lesið mikið af efni um þetta mál verð ég að segja að ég vorkenni guði svolítið. Hann var fórnarlamb aðstæðna, en kannski gerði hann sér þetta bara sjálfur. Orðin hafa verið afskræmd í gegnum tíðina og misst mikinn hluta af þeirri merkingu sem þau eitt sinn höfðu, en má segja að hið unga fólk nútímans sé, líkt og ég , markhópurinn fyrir þessi orð, líkt og heldra fólk var á dögum Nietzsches. Og þess vegna virðist sem Nietzsche sé að einhverju leyti í uppáhaldi hjá einhverjum einstaklingum í dag. Nietzsche er að koma meira fram aftur. Og mér finnst það bara gott.
Heimildarskrá:
Friedrich Nietzsche, tekið saman af Stephen Metcalf (1996)
The Hammer of The Gods. England: Creation Books
Martin Levander(1997)
Heimspeki. Ísland: Mál og Menning
Friedrich Nietzsche (1980)
The Antichrist. USA: Ayer Company Publishers
Friedrich Nietzsche (1989)
Beyond Good And Evil. USA: Prometheus Books
Wicks, Robert (2001)
Friedrich Nietzsche. [On-Line]
http://plato.stanford.edu/entries/nietzsche/
Magnus, Bernd [???]
Friedrich Nietzsche. [On-Line]
http://search.eb.com/eb/article?eu=115660