Ja, ég viðurkenni að klukkan þrjú að nóttu til ætti maður kannski ekki að vera að pæla í svona hlutum, heldur vera sofandi, en hvað getur maður annað gert eftir að hafa tekið þátt í könnuninni hérna á síðunni.
Nú virðist sem meirihluti telji að heimurinn fari versnandi. Af hverju skildi það vera? Þessi meirihluti kemur til með að færa eitthvar rök fyrir máli sínu. Kannski að ofbeldi sé að aukast eða fátækt að breiðast út.
OFBELDI AÐ AUKAST?
Nei, svo sannarlega ekki. Ég veit ekki betur en að margur víkingurinn hafi höggvið mann og annan og oft án sýnilegrar ástæðu. Jú, flæri falla undan ofbeldisfullum árásum eða morðum nú til dags, en hvers vegna er það? Einfaldlega af því að nú eru fleiri á jörðinni. Prósentan er örugglega svipuð og hún var fyrir 100, 200, 489. 1000 eða 5000 árum. Menn drepa. Þeir hafa gert það og munu alltaf gera það. Tilgangslaust að reyna að stoppa það. Það eina sem hægt er að gera er að í stað þess að menn sé að drepa hvorn annan af ástæðulausu, þá er þeim fengin ástæðan upp í hendurnar.
“öhh, ákærði þjáðist af stundarbrjálæði!”
FÁTÆKT AÐ BREIÐAST ÚT?
Jájá, örugglega, það er allt að breiðast út nú til dags, en hvort hún fari vaxandi, það er ég alls ekki viss um. Fólk var fátækt í gamla daga, það er það núna, bara ekki endilega sama fólkið. Sennilega var fólk af asískum uppruna og afrískum ekkert ýkja fátækt fyrir löngu. En svo hefur þessu fólki farið fjölgandi og þá skapast verri lífsaðstæður => Fátækt. Hins vegar var fólk hérna á norður slóðum oft frekar fátækt, en nú erum við voðalega rík þjóð. Og sú hamingjusamasta í heimi líka, samkvæmt skoðannakönnun.
Og ég viðurkenni það alveg að ég er svo sem alveg ágætlega hamingjusöm. Hef enga ástæðu til að vera það ekki. Ég bý í húsi, frekar stóru, á fullt af vinum og mér gengur vel í skóla. Ég er ekkert rík, en ég er alls ekkert fátæk. Ég hef alltaf nóg að gera, stundum of mikið, en það er svo sem bara spennandi. Þannig að á heildina litið er ég bara nokkuð hamingjusöm.
Heilsukerfið fer batnandi, menntun fer stórbatnandi, fátækt fer kannski ekki minnkandi, en hún er heldur ekki vaxandi, og svo margt fer stórbatnandi að það getur ekki verið hægt að segja að heimurinn fari versnandi.
EN HVAÐ ER ÉG AÐ BULLA?
Kannski fer heimurinn einmitt versnandi.
1916 Sjokkeruðust áhorfendur leikhús mikið þegar leikonan sagði
"FREDDY [opening the door for her] Are you walking across the Park, Miss Doolittle? If so— 130
LIZA. Walk! Not bloody likely. [Sensation]. I am going in a taxi. [She goes out].
Pickering gasps and sits down. Freddy goes out on the balcony to catch another glimpse of Eliza.
MRS. EYNSFORD HILL [suffering from shock] Well, I really cant get used to the new ways. “
Leikkonan hafði blótað! ”bloody“ Þetta þótt mikill skandall á sínum tíma. Svo þegar þetta leikrit var tekið og endurgert sem söngleikurinn My fair Lady sáu leikskáldin að það þrufti nú að gera þetta að meiri móðgun ef takast ætti að sjokkera áhorfendur.
Þannig að þeir breyttu þessu í eitthvað sem svo:
”Move your bloody ass!"
Þarna var komið orðið rass, sem sjokkeraði áhorfendurna aðeins meira. En þið sjáið strax og núlifandi kynslóðir myndu ekki kippa sér hætishót upp við það að einhver blótaði. Nú eða gengi um nakin eða eitthvað. Sjokk statusinn er orðinn allt of hár. Fólk er alltaf að ganga lengra og lengra til að sjokkera áhorfendur. Nú eru blótsyrði notuð í hverri einustu setningu, nekt þykir ekkert tiltökumál og að tala um klám er svipað og kellingarnar sem töluðu um gúrkusamlokur fyrir fimmtíu árum. Nú er þetta gengið svo langt að listamenn gera hvað sem er til að sjokkera, oft tengist það eitthvað klámi eða kynlífi. Er heimurinn kannski að fara versnandi vegna þessa?
Og hvenær skyldi þetta enda?
Ég er frekar hrædd um að sjokkstatusinn taki að hækka og hækka þar til að til að fanga athygli verði fólk farið að drepa hvort annað, bókstaflega, á sviðinu. Það myndi kannski sjokkera í nokkur ár, auk þess sem það myndi ganga hart á leikaraforða heimsins, en kannski tíu tuttugu árum seinna þætti þetta sennilega ekkert tiltökumál.
En hvað finnst ykkur?
Haldiði að brátt fari leikarar að FREMJA SJÁLFSMORÐ á sviðinu bara til að fá athygli?