Heimspeki og trúmál, þetta var fyrirsögn tilkynningar sem að gthth sendi inn hér á heimspeki.
Þar bað hann notendur áhugamálsins um að hafa það í huga að greinar um trúmál ættu kannski betur heima í deiglunni, ef greinin ætti við trúmál líðandi stundar, eða í dægurmál, ef að greinin fjallaði um trúarbrögð almennt.
Mín spurning, sem ég vill einna helst beina til gthth, en öllum öðrum er náttúrulega frjálst að svara er…
(1)Hvernig skilgreinirðu heimspeki?
(2)Afhverju þurfa þetta að vera tveir ólíkir hlutir?
Það eru til mörg dæmi um trúaða heimspekinga í gegnum söguna og margir hverjir voru einmitt að spyrja þessara spurninga. “Hvað er trú” og “Hvað er sannleikur”
Gott dæmi um kristinn Heimspeking er Kahlil Gibran, sem var Líbýskur rithöfundur sem skrifaði meðal annars Spámanninn.
“Á 20. öldinni hafa margir heimspekingar orðið til þess að ráðast gegn trúnni. Árásir þeirra beinast ekki gegn kirkjunni eða trú sem stofnun, heldur gegn hinum raunverulega trúmanni og persónulegri trú hans.” - Gunnar Dal, úr bókinni Að elska er að lifa.
Þessir heimspekingar sem að Gunnar er að tala um eru þeir sem að aðhyllast rökfræði og vilja meina að ekkert sé til nema hægt sé að leggja rök fyrir tilvist þess. Trúmenn geta ekki fært rök fyrir tilvist guðs, enda er trúin eitthvað sem er handan mannlegrar rökhyggju.
Trú sem slík hefur ávallt verið umræðuefni heimspekinga í gegnum tíðina, ef ekki helsta umræðuefnið, en það sem virðist fara fyrir brjóstið á þessum rökfræðilegu heimspekingum er það að þar sem rökfræðin hefur ekki svör virðist trúin hafa þau. Því tel ég að ekki skuli aðskilja umræðu um trú og heimspeki hér á áhugamálinu þó svo að trúarbrögð séu ekki til umræðu, því að trú og trúarbrögð eru tveir ólíkir hlutir.
Með von um ágætis umræðu…
-Hafþó