Sæll eða sæl
Þessi hugleiðing er ávöxtur lesturs míns á grein eftir isabel
sem bar titilinn ,,Wicca“ og svari thortho við greininni ,,eitt líf er
ekkert líf”. Til þess að athuga áhrif af þeim skrifum á þessi þá
getiði kíkt á þau, án þess þó að ég sé að nota þau hér
beinlínis sem heimildir.
ÓVÍSINDALEG VÍSINDATRÚ
Sumir kommentera á trúaðar manneskjur að það að trúa á
yfirnáttúrulega hluti eins og guð sé steypa, og bera það
saman við að trúa á jólasveininn.
Nú ég held að við getum verið sammála um það að það sé
ekkert yfirnáttúrulegt til. En hvað er yfirnáttúrulegt?
Ef guð er ekki til þá þýðir það að guð er ekki hluti af
veruleikanum og aðeins hugarfóstur trúaðs fólks.
Ef guð er til þá er guð hluti af veruleikanum, hluti af
náttúruleikanum, og þar af leiðandi ekki yfirnáttúrulegt
fyrirbrigði, heldur einmitt hitt… kanski náttúrulegasta sem til
er.
Trú og vísindi eru ekki andstæður, vísindamenn eru að
rannsaka þann veruleika sem er guðs góða sköpun, og guð
er hluti af, á sama hátt og ólétt kona er hluti af því barni sem
hún gengur með.
Ef þú biður til guðs, og það bænheyrir þig ekki, þá hugsaru
með þér að það sé greinilega ekkert guð til.
Ef að þú biður til guðs, og það sem þú baðst um rætist. Þá
geturðu alltaf fundið eitthvað orsakasamhengi sem útskýrir af
hverju fór sem fór (vaktstjóri hringir í þig og segir að stína hafi
farið feil á vöktum og mætt í morgun svo að þú getur fengið
fríið sem þú áttir ekki að geta fengið, og þú getur farið í
afmælið sem þig langaði svo í. Stína fór feil á vöktum af því að
… etc etc). Orsakasamhengið útskýrir guð í burtu… aha það
var ekki guð sem gerði þetta, þetta hefði gerst (þ.e. ég hefði
fengið frí) hvort sem ég hefði beðið um það eða ekki…. guð
er greinilega ekki til.
En bíddu! hvort sem að guð bænheyrir þig eða ekki, þá er það
ekki til? Ekki mjög vísindaleg niðurstaða.
Ef að guð er það sem skapaði heiminn (og allt sem honum
tilheyrir t.d. náttúrulögmálin) þá þarf guð ekki að nota
,,yfirnáttúruleg“ verkfæri til að bænheyra fólk, guð notar þau
verkfæri sem það hannaði sjálft, heiminn og vísindin. Tíminn
er eitt af náttúrulögmálunum, og þessvegna er það mögulegt
fyrir guð (þeas ef guð er til, og ef guð er það sem skapaði
heiminn) að láta það sem þú biður í bæn um að gerist, byrja
að gerast í gær! Þó að orsakasamhengið að baki
atburðinum byrji áður en þú biður bænina, þýðir það ekki að
guð sé ekki að baki þessa samhengis, og að atburðurinn sé
ekki afleiðing bænar þinnar. Guð er ekki hátt tíma heldur fyrir
utan hann, og fyrir því er óendaleikinn aðeins eitt andartak, eitt
langt andartak, þ.e. guð sér allan tímann í einu, á sama hátt
og við getum sjáum fljót, frá upptökum til ósa, í einu. Ef við
erum hinsvegar á báti á fljótinu, þurfum við að byrja efst og
sigla alla leið niður til að sjá það allt, og eigum erfitt með að
ýminda okkur að hægt sé að sjá það allt í einu.
Vísindi og trú eru ekki andstæður. Mér hefur fundist vera
merki tíðarandans í dag, það sem mér finnst hægt að kalla
vísindalega bókstafstrú, þar sem fólk fussar við öllu trúarlegu
sem bulli og vitleysu, og notar frasa eins og ,,það er
vísindalega sannað” á sama hátt og bókstafstrúarfólk segir
,,það stendur í Biblíunni“. Fólk verður að gera sér grein fyrir
því að þó að eitthvað sé ,,vísindalega sannað” þá er það ekki
yfir gagnrýni hafði, ýmislegt hefur verið vísindalega sannað,
en svo komið í ljós að var svo ekki almennilega rétt, að baki
hverrar ,,sönnunnar" liggur alltaf einhver manneskja, eða
hópur manneskna, og við sem mannverur erum því miður
ófullkomnar og getum gert mistök, jafnvel þó að við notum
vísindalegar aðferðir.
Mikið af vísindamönnum eru trúuð, trú þeirra kemur ekki í veg
fyrir að þau stundi áreiðanleg vísindi. Og á sama hátt hafa
vísindin mikið fram að færa fyrir trúarbrögð t.d. með
fornleifauppgreftrum og vísindalegri texta og bókmenntarýni á
trúarlega texta til að hjálpa okkur og gera greinarmun á milli
heimsmyndar og boðskapar, og þannig hjálpað okkur að
nálgast upprunalega þýðingu viðkomandi texta.
Jæja nú er þessi hugleiðing orðin miklu lengri en ég ætlaði
mér. En tilgangur hennar var að sýna fram á á trú og vísindi
þurfa ekki að stangast á, og að það að trúa á guð, þarf ekki að
vera óvísindaleg heimsmynd.
shalom