Ég fór að hugsa um að kannski er til önnur ég á plánetu sem heitir eitthvað og er einkursstaðar. Kannski er þessi pláneta alveg eins og okkar, bara mörgum milljónum árum á undan okkur í þróun og öllu.
Kannski vantaði þeim pláss og sendu þessvegna hingað til Jarðarinnar tvær eða fleiri manneskjur til að sjá um byggð og fjölgun á okkar plánetu. Svo þegar Jörðin okkar verður kannski full eftir mörg, mörg ár verðum við kannski búin að láta okkur detta það sama í hug og þeim datt í hug! Eftir kannski billjón ár frá árinu 2002 verðum við búin að uppgötva nýtt sólkerfi með plánetu alveg eins og okkar. Og ef okkur vantar svo pláss sendum við menn frá okkur til að búa til nýtt mannkyn þar.
Þannig hefur þetta kannski gengið frá því að alheimurinn var skapaður.
Og í hvert skipti sem við teljum okkur hafa “fundið eitthvað upp” er löngu búið að finna það upp. Meira segja kannski af forfeðrum okkar. Þess vegna held ég að við getum lært eitthvað, við vissum af þeim, við vorum búin að læra þá. Einhver partur af okkur.

Þegar einhver finnur upp lækningu við einhverjum sjúkdóm var kannski forfaðir hans búinn að finna upp lækninguna og þetta blundaði bara í honum. Svo taldi hann sig hafa fundið lækninguna upp.

kannski ef það var til önnur ég. Ég er bara endurfædd. Kannski geri ég nákvæmlega sömu hlutina og hin ég gerði fyrir kannski milljón árum. Sömu mistökin og allt. Þess vegna getum við stundum ákveðið hvað við eigum að gera og hvað ekki. Því við höfum gert hlutina áður!

Takk fyrir mig. Þetta voru svona smá pælingar.

Lola