Ég rakst á upphaf thess sem hefdi getad ordid ad athyglisverdri umrædu á heimasidu eins nemanda í HÍ um daginn, en umrædan átti ad vera um rættlæti daudarefsinga. Thetta fór vel af stad og fyrstur tók til máls sjálfur Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, hins vegar var hann jafnframt sá eini sem tók til máls, svo thad er vafasamt hvort hægt sé ad tala um umrædu.
En allavega thá thótti mér málefnid thess virdi ad taka thad upp hér og ég vona ad bædi Hannes og eigandi sídunnar taki thad ekki stinnt upp thótt ég vísi á síduna (enda hlýtur hverjum ad vera frjálst ad lesa thad sem thar stendur, geri ég rád fyrir).
Slódin er: “www.hi.is/~magnuh/”, greinargerd Hannesar finnid thid undir “umrædan”.
Í greinargerd sinni vitnar Hannes m.a. í tvo hagfrædinga, thá Gary Becker og Isaac Ehrlich sem sett hafa fram athyglisverdar kenningar um hagkvæmni hegninga. Svo ég vitni beint í grein Hannesar:
“Gary Becker hefur sýnt fram á, að afbrotahneigð ræðst (ekki aðeins, en að miklu leyti) af kostnaði, og hann er líkur á að nást og þyngd refsinga. Annar hagfræðingur, Isaac Ehrlich, heldur því fram, að fyrir hverja aftöku sparist 8-20 mannslíf (með
samanburði og tölfræðilegri úrvinnslu hinna 50 ríkja Bandaríkjanna og sögulegum samanburði) vegna minni hneigðar til morða.”
Thad skal tekid fram ad Hannes Hólmsteinn er ekki ad mæla med daudarefsingum sérstaklega, thad eina sem hann segir er ad hann telji thær ekki fráleitar í fjölmennari samfélögum.
En nú mætti spyrja: Ef daudarefsingar spara 8-20 mannslíf af theirri ástædu ad thau fæla menn frá thví ad fremja mord, er ekki líklegt ad breyttar adferdir gætu sparad enn fleiri mannslíf? Thannig gæti thad t.a.m. sparad hálft mannslíf ad húdstrýkja menn fyrir aftökuna, hálft annad mannslíf gæti thá jafnvel sparast ad vidbættum limlestingum o.s.frv. Vid værum thá komin med mun hagkvæmari tölfrædi.
Med thessari nýju adferd gæti lífssparnadurinn nú verid kominn i 10-22 mannslíf fyrir hverja aftöku. Thad hlýtur ad teljast thess virdi út frá hagkvæmissjónarmidum!
Í framhaldi af thessu mætti svo spyrja hvort ekki væri tölfrædilega ábótasamt ad pynta fólk og beita smávægilegum limlestingum sem vidurlögum vid smærri afbrotum, handhöggva thjófa o.s.frv.
Spurningin er hvort vid eigum ad láta hagfrædi skera úr um líf og dauda einstaklinga og ef vid veljum thá leid hvar eigum vid ad draga línuna? Hvad eigum vid ad ganga langt í ad verja hagsmuni fólks á kostnad annarra, ef hagkvæmni er mælikvardinn og sparnadur mannslífa markmidid, hljóta nánast hvada adferdir sem er ad vera réttlætanlegar til ad fæla menn frá thvi ad fremja mord. Thad skiptir raunar ekki máli hvort sá sem tekin er af lífi er sekur eda saklaus svo lengi sem almenningur telur hann sekan, og aftakan hafi thannig tilætlud fælingaráhrif.
P.S. afsakid “þ” og “ð” skortinn, ég er ekki med íslenskt lyklabord, vonandi fer thad ekki alltof mikid i taugarnar á fólki :-)