Vegir Guðs eru órannsakanlegir,

-

Ef þú lest grein þessa væri ég þakklátur fyrir smá “COMMENT” Það tók mig alveg ágætis tíma úr tilveru minni til þess að skrifa þennan pistil niður en hvers vegna er ég að gera þetta? Vegna þess
ég veit það er fólk þarna úti sem maður getur stundum hjálpað ef ekki hjálpað þá kveikt smá ljós í lífi þeirra.

-

Móðir mín tjáði mér þau orð í eyra þegar ég var lítill. Mér þykir
mjög vænt um setninguna. Lífið er hulinn ráðgáta, ráðgáta sem við
getum leyst en oft hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvernig
sú ráðgáta sé leyst.

Í lífinu sjálfu er okkur ekki gert það kleift að leysa ráðgátuna heldur er okkur kennt að reyna leysa ráðgátuna, en hvers vegna ætli það sé? hvers vegna er okkur kennt að reyna leysa ráðgátuna þegar það er ekki hægt?

Ástæðan er jú sú að við höfum öll tilfinningar og til þess að geta
sigrast á tilfinningum okkar finnst mér og væntanlega þér alltaf gott að geta haldið í eitthvað. Ef ég ætti að reyna að lýsa þessu
hvernig þetta er hjá mér þá gæti ég sagt: “ Þetta er eins og ég hafa fallið fyrir borð á skipi eða dottið í ískalda tjörn! Mér finnst erfitt að komast upp á yfirborðið en ég verð að komast upp! Vegna þess ég veit það er eitthvað sem heldur í mig. ”

Það sem heldur mér á lífi er ástin í lífi mínu og vinir mínir,
án þeirra væri erfitt að lifa en það sem heldur einnig í mér lífinu
og veitir mér mikinn kraft er að ég verð að leysa ráðgátuna, þó ég
veit nú þegar að ráðgátuna er ekki hægt að leysa. En afhverju vill
ég lifa? hver er ástæðan fyrir lífinu? hvers vegna gengur mér illa
stundum og hvers vegna gengur mér vel stundum? hvers vegna? hvers
vegna erum við hér í litla fiskabúrinu öll saman, afhverju var mannfólkið ekki flokkað og sett á sitthvorn staðinn, afhverju og hvers vegna er okkur ætlað að deyja? og hvers vegna þarf sorgin að
vera svona gífurleg? hvers vegna?

Albert Einstein var maður uppfinninga og þó honum hafi mistekist í lífi sínu 5-6 þúsund sinnum þá gafst hann aldrei upp. Hvað gaf Albert Einstein okkur? Spurningin er einföld. Hann gaf okkur ómetanlega fjársjóð sem við getum ekki verið án í dag.

En hver er ástæðan fyrir lífinu okkar og hvers vegna þurfum við að lifa? Lífið okkar snýst ekki bara um að vakna á morgnanna, síðan fá okkur morgunmat, kyngja honum, fara út í bíl, skafa af bílnum eins og t.d. ég þurfti að gera í morgun og síðan fara leiðir okkar, sumir fara í vinnunna, aðrir fara í skólann og síðan hittumst við seinna um daginn og verkefnin verða misjöfnt.

Lífið er “Ráðgáta!” og þú getur ekki tekið “Shortcut!” eða styttri leið til þess að leysa ráðgátu lífsins. Eina sem þú verður að gera er að finna sjálfan þig og um leið og þú hefur fundið sjálfan þig þá finnurðu fyrir tilfinningunni hversu lífið er magnað.

Hvers vegna gengur mér illa stundum? Þér gengur illa stundum
vegna þess það er verið að benda þér að fara réttar leiðir í lífinu, þessu var ekki komið fyrir til þess að láta þig fá ógeð af lífinu eða kveljast á nokkurn hátt, alls ekki. Heldur var þessu komið fyrir til þess að þroska þig og eins og ég sagði hér fyrir
ofan til þess að benda þér að fara réttar leiðir í lífinu.

Lífið hefur mikinn fjársjóð að geyma og til þess að finna þann fjársjóð sem tilheyrir þér verður þú stundum að hlusta. Mistök eru ekki slæm. Mistök eru gullmolar. Þú lærir af mistökum. Alls ekki halda að þú getir þetta ekki. Þú getur þetta alveg. Ef þú hefur viljan til þess að geta þetta þá strauarðu yfir þetta og þú trúir
því ekki hversu mikið þú getur áorkað.

Sú staðreynd afhverju við erum öll hér saman í litla fiskabúrinu er vegna þess ef við værum öll sett í sitthvort fiskabúrið, þá gætum við aldrei lært eins mikið, gert eins mikið og notið lífsins
eins mikið. Við værum þá mun ósáttari en sum við erum í dag. Lífið
gengur ekki út á að vera kátur alla daga, brosandi alla daga, heldur er lífið ráðgáta og eina leiðin til þess að komast í gegnum
lífið er að yfirgefa þennan heim og þá er ég að tala um þegar tíminn er kominn að okkur. Þegar fólk deyr. Þá er tími þeirra kominn.

Margir spyrja sig hvers vegna deyja börn svona ung? og þá er oft sagt. Þeir sem deyja ungir, elska Guðirnir mest. Satt að segja
þá deyr fólk vegna þess það er orðið svo þroskað, hefur verið hér meðal okkar áður, fór ranga leið og okkur finnst það rangt þegar þau eru tekin/n frá okkur :( Það er ekkert að því að gráta og vera sorgmædd þegar ástvinir manns eru teknir frá okkur en við verðum að skilja að Guð vill okkur ekkert illt, heldur er þetta sá partur
í lífinu sem við fáum aldrei að skilja, ekki fyrr en við yfirgefum
þennan heim. Eina leiðin til að yfirgefa heiminn er að fara þegar
okkar tími er kominn.

Það að reyna leika á Guð og vilja deyja á undan áætlun það gengur
ekki upp. Sjálfsmorð eru ekki að hinu góða. Aldrei fremja sjálfsmorð þó þér líði mjög illa. Alls ekki gera það. Það er rangt. Það eiga allir sín vandamál, þú ert alls ekki ein/n með það. Margir vilja segja frá þeim en aðrir geyma tilfinningar sínar
bakvið luktar dyr inn í sér og segja aldrei neinum frá þeim.


Besta ráðið til þess að lifa lífinu og takast á við það er að taka einn dag í einu. Ef fólk tekur einn dag í einu, þá líður því mun betur, heldur en að hugsa stöðugt fram í tímann.
Það að hugsa langt fram í tímann getur haft leiðinlegar afleðingar í för með sér. En hvers vegna?

Maður á aldrei að gera sér ofmiklar væntingar því maður veit aldrei hvernig lífinu manns er háttað. Ef þú lentir í ástarsorg þá þýðir ekki bara að segja “bæ við lífið!” Það að lenta í ástarsorg
er erfitt fyrir alla. Þó flestir viðurkenna það ekki þá er mjög erfitt að lenta í því að missa þann sem maður þykir mjög vænt um.

Oft er talað um að ástarsorg sé öðruvísi en sorg. En best að
segja þá er alltaf erfitt að takast á við sorgina. Sorgin þarf ekki að vera slæm þó mörgum af okkur finnist það. Guð notar sinn
verkfærakassa og þar má helst nefna: Sorg sem táknar missi og tilfinningarnar fara á stað rétt eins og með Ástarsorg. Ástarsorg
er að vissu leyti erfiðari að takast á heldur en við Sorgina sjálfa en þetta er alveg misjafnt eftir því hvernig fólk bregst við Sorginni.

Guð vill okkur ekkert illt. Verkfærin sem guð notar eru fjölmörg
og erfitt væri að telja þau upp. En Guð er í raun að benda okkur að fara réttar leiðir í lífinu. Hann vill innst inni að þú skiljir
að þú getir elskað, þú getur brosað, þú getur tárast, þú getur verið elskuð fyrir það sem þú ert. Guð er sífellt að koma skilaboðum til okkar en oftast þá tökum við því illa. Hann vill að við séum hamingjusöm og að við njótum lífsins. Því hann gaf ekki hverjum sem er líf. Þeir sem lifa lífinu og fá að lifa lífinu ættu
stundum að staldra við og hugsa hversu heppinn þú ert að vera á jörðinni meðal okkar. Oft hefur verið sagt að Lífið sé Guðsgjöf.

Þetta fer mest eftir fólki. Hvernig fólk hugsar. Sumum finnst lífið vera sjálfsagður hlutur en hann er það í raun ekki. Ég er alls ekki að segja að ég sé fullkominn og ég fer eftir þessu. Þegar ég missti vini mína í bílslysi þá grét ég og það myndaðist mikið hatur í mér. Ég hef líka orðið reiður, öskrað og verið brjálaður. Vinir mínir hafa lent í neyslu og farið aðra leið í lífinu, en finnst mér það óréttlátt? Mér finnst það mjög fúlt að hafamisst vini mína frá mér á einu bretti.

Ég leit á þetta sem rangan hlut. En í raun
er þetta ein af leiðum Guðs til þess að “Snerta okkur.” hann getur
ekki “Snert!” okkur, þannig hann notar sínar leiðir til þess. Ef þú ert í “Dópi!” þá geturðu alveg hætt. Ef þú “Smókar” stundum einn
og einn bút og líður vel að því en ert ekki í hættu staddur, þá er
þér frjálst að halda því áfram. En ekki missa stjórnina, ekki missa þig út í vitleysu. Því þegar þú skilur hversu mikið drullumall dópið er, þá verðurðu mjög feginn að losa þig við það.

En mundu það er þér fyrir bestu að fara “þær leiðir sem þig langar að fara í lífinu” Ef þú fílar KoRn þá hlustarðu á KoRn og ef þú hlustar á Nirvana þá hlustarðu á Nirvana og ef þér finnst fjör að horfa á Toystory þá horfirðu á Toystory o.s.f.v.

Svona rétt í lokin það væri rangt að mér að plana lífið þitt, kannski vegna þess að þú getur ekki gert þér grein fyrir því hversu miklu þú átt eftir að lenta í en allt er þetta partur í því að þroskast, til þess að geta haldið áfram og til þess að geta fundið þig. Séð hver þú ert í raun og veru. Farið aftur í verksmiðjuna þar sem Stimplað var aftan á bakið á þér, hvaða tilgangi þú eigir að þjóna í lífinu. Mundu bara að vera ÞÚ!!!

Kveðja,

Gaur
Það getur vel verið að ég hafi gleymt einhverju. En vonandi þá er
þetta þess virði að hafa lesið yfir þetta.