Lífið er eitt lítið fiskabúr
Lífið er eitt lítið fiskabúr
Ég hef og mun aldrei vera á móti fólki, þegar ég sé fólk sé ég sjálfan mig því við erum öll undir sama þaki, lifum hér á jörðinni saman, ef þú værir ekki til væri lífið leiðinlegt og ef ég væri ekki til væri lífið leiðinlegt líka.
Ég hef aldrei skilið fólk sem sýnir þann litla þroska í sér að dæma fólk eftir útliti, fólk sem dæmir eftir útliti hefur ekki mikinnþroska.
Ef stelpa kemur upp að mér og dæmir mig sætan, dúllu, krútt, engil er ég þá betri en aðrar manneskjur? Þarf ég eitthvað að vera sætur, dúlla, krútt, engill í augum annara, nei veistu ég held ekki.
Kenningin mín er mjög einföld og hljómar hún svona. Ef stelpa / strákur kemur upp að þér og segir þú ert gullfalleg/gullfallegur ertu það þá ? hugsaðu málið….
Segjum að einhver kemur upp að þér næsta dag og segir þú ert ljót/ljótur er maður það þá ? Ef einhver segir við þig að þú sért ljótur segðu þá bara við persónuna, veistu ég ætla að benda þér á eitt ef ég er ljót þá ert þú það líka.
Það hefur enginn rétt á því að dæma aðra, við stöndum saman í þessu lífi, lifum í raun fiskabúri, best væri að leggja sig fram við að blása fjöri í líf okkar með því að kynnast lifandi, skemmtilegu, spennandi og allskyns fólki.
Ég hef trú á því að við náum því aldrei að verða fullkomin/n því okkur vantar alltaf eitthvað sem annað fólk hefur sem við höfum ekki. Þess vegna er þér mikilvægt að byggja upp líf þitt, eignast góða vini og skemmta þér.
Það furðulega við líf okkar er að við vitum aldrei hvenær röðin kemur að okkur. Ég reyni sem oftast að sýna fólki virðingu. Því
við erum öll fólk sem reynum að lifa sama hér á jörðinni og auk
þess get ég sagt að við erum eiginlega eins.
-
Stjórnendur Heimspeki: Mér var bent að senda greinina til ykkar en
ekki þar sem ég sendi hana fyrst. Vonandi verður greinin samþykkt.
Kveðja,
Gau