Þetta kemur finnst mér vel út en þetta er búið að vera svolítið dund. Fyrst klippa rósablöðin af og pressa þau svo vel í nokkra daga. Ég límdi upp hvert og eitt blað til að þau festust örugglega vel. Núna eru komnar fjórar umferðir af lakklími og ég er reyndar að spá í að setja tvær í viðbót.
En þetta hefur ekki kostað mikið, eiginlega bara sáralítið. Blómabúð Michelsen í Hólagarði gaf mér öll rósablöðin (alveg helling), ég keypti lakklím hjá Föndru fyrir 1600kr en ég er ekki búin að nota nema ca 1/3 af magningu sem ég keypti. Svo eyddi ég 200kr í svamppensla í límið. Annar er ónýtur, hinn get ég alveg notað lengur.
Semt sagt alls ekki dýrt þegar upp var staðið.
En mikið svakalega er ég fegin að þetta sé búið ;)
endilega deilið með okkur ef að þið eruð að gera eitthvað svona.
bkv.
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín