Ég sá að GlingGlo setti inn nokkur húsráð, þannig að ég ákvað að grafa í minn viskubrunn líka.

Reykingarlykt.
Til að minnka stórlega reykingarlykt og jafnvel eyða henni, eftir t.d partý er gott að taka glas af vatni og hellið út í edik ½ og ½ . Síðan er glösin sett á ofnana í íbúðinni/húsinu. Eitt glas á lítinn ofn, tvö glös á stórna ofn. Verið búin að setja þetta á ofnana áður en partýið byrjar og leyfið þessu að standa yfir nótt. Daginn eftir ætti ekki að finnast nein lykt.

Blek.
Blekbletti úr fötum má reyna að ná úr með mjólk, ef það fer blek í föt er ágætt að setja mjólk í skál og láta blettinn liggja ofaní honum yfir nótt, þetta má að sjálfsögðu bara gera við föt sem má þvo.

Blóð
Blóðblettir nást vel úr fötum ef þú nuddar þeim upp úr saltvatni og köldu vatni, oft er gott að láta flíkina liggja smá tíma í saltvatni áður hún er svo þvegin. Best er þó að gera þetta áður en blóðið er þornað.

Óhrein jakkaföt
Stundum kemur fyrir að maður gleymir að fara með jakkafötin í hreinsun áður en maður fer að skemmta sér.
Það er til eitt ráð við því. Það er að taka hjartarsalt og setja í glas af vatni og látið eyðast alveg upp. Síðan tekur maður busta og dýfir í vatn og burstar aðeins yfir fötin, hengir þau síðan til þerris út og þau eru eins og ný komin úr hreinsun. Þetta nær samt ekki úr stórum blettum en fötin virka hrein og öll lykt fer.
Kv. EstHer