Ég hef verið að gera tilraunir með að lita rósir undanfarin ár.
Þetta kemur ansi skemmtilega út, og skal segja frá hvernig ég geri þetta.

Ég kaupi hvíta rós/ir og sker aðeins af stilknum á þeim til að “opna” þær, síðan set ég þær í vatn með matarlit, það er flott að nota bláann, rauðann, og já, hvaða lit sem ykkur dettur í hug.

Eftir smátíma sogast þetta litaða vatn upp í rósinu og litar æðarnar í blöðunum á henni, og gefur henni skemmtilegt “lúkk”.
Ég hef líka klofið endann í tvennt, og sett matarlit í sitthvorum litnum í svona stauk eins og maður fær oft með þegar maður kaupir rósir (heldur á þeim vatni á meðan maður fer með þær á áfangastað)
og set á hvorn klofna endann, þá verður rósin tvílit :)

Þetta er skemmtilegt að gefa, og gerir rósirnar aðeins “persónulegri” og annan blæ en þessir hefðbundnu litir sem eru til í blómabúðum.
Td. hægt að nota þetta í skreytingar og til gjafa, eða bara til að lífga upp á heimilið.

Ég hef líka heyrt að það megi nota blek til að setja í vatnið til að lita rósirnar, en ég hef ekki reynt það, þannig að ég veit ekkert hvort að það virki.

Gangi ykkur vel sem reyna!

Zallý
———————————————–