-Jæja, nú erum við búin að steypa alla staurana, og vel það. Hentum möl yfir allt saman þegar steypan var þornuð [2 sólarhringar] Og þetta var slatti af möl, örugglega kringum 50 fullar hjólböruferðir. Ég er með sigg og sár eftir þær.
Svo bleyttum við vel í mölinni til að hún þéttist.
Síðan tókum við aðstoðarspíturnar frá staurunum sjálfum, og fórum með þær burtu á mölkerrunni.
Svo dreyfði ég meira úr mölinni, og bleytti meira.
Og þið vitið, þegar grafinn er skurður, þá kemur mold uppúr!
Þessi mold þurfti núna að fara heim til sín aftur. Þannig við rökuðum hana ofan í skurðinn, þetta litla pláss sem eftir var vegna möl, og sléttum úr.
Núna standa 13 staurar uppúr jörðinni á garðkantinum mínum. Frekar skondið.
Næsta verk kemur á komandi dögum/vikum.
Láta girðingar flekana á staurana og saga ofan af staurunum til þess að þeir verði allir jafnstórir.
Ég læt fylgja með nokkrar myndir að þessari sinn:
<a href=http://img224.imageshack.us/img224/111/fyrirmyndafgarinumja8.jpg>Fyrir.</a>
<a href=http://img224.imageshack.us/img224/5391/eftirmyndafgarinumvj3.jpg>Eftir.</a>
Á fyrri myndinni sjáið þið aðeins litlar holur, og á eftir myndinni 4 staurar, komnir ofaní, steyptir og möl og mold yfir.
Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki tekið fleiri myndir.
Vona að þið bíðið spennt fyrir 3 hluta :)
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið