Ég lenti í smá leiðindum í dag … setti grænar nýjar buxur í þvottavélina ásamt fullt af öðrum fötum .. Svo fékk ég allan ljósa þvottinn grænleytan út og líst bara alls ekki á það. Eigið þið einhver góð töfraráð handa mér?
Ég held að það sé bara ekkert hægt að gera… nema ef það voru hvítir sokkar eða þvottapokar eða eitthvað sem varð grænt.. getur sett það í klór… en ég held að eina ráðið sem hægt er að gefa er að nýtt litað tau á að þvo sér í allavega fyrstu nokkur skiptin , en þú kannski veist það núna…….
vonandi er einhver meiri húsmóðir en ég hér sem veit betur
Bara það að flokka þvottinn þinn áður en þú setur hann í vélina. Dökkt, ljóst og hvítt. Mikilvægt að hafa hvítt alveg sér, eða þá að setja allan þvott sem að þú ert hrædd um að gæti litað annan þvott með því dökka. Er því miður ekki með neina lausn sem gæti lagað ljósgræna þvottinn þinn :/
Ég lenti einu sinni í þessu með nýjar gallabuxur þegar ég var að byrja að þvo af mér sjálfur og allir hvítu íþróttasokkarnir mínir urðu bláir en það var svo sem allt í lagi.
Þú getur jú prófað klór fyrir það sem þolir klór og ef það er eitthvað sem þolir ekki klór en þú vilt ekki hafa ljósgrænt geturðu náttúrulega litað það í einhverjum dekkri lit. Annars bara lifa með þessu og læra af reynslunni :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..