Hvar fáið þið flottar servéttur? Ég er sko búin að kíkja í allar þessar venjulegu búðir hérna og mér finnst vera svo lítið úrval, er að leita að svona flottum, klassískum myndum.
Systir mín þekkir konu sem kennir þetta. Annars er þetta svo einfalt að það er ekki fyndið. Ég gæti meirað segja örugglega kennt þér þetta hér í gegnum huga… :D Nei án gríns þá er þetta ósköp lítið mál, þessi kona er að kenna þetta á fullu… ég get athugað hvort að hún er með plönuð námskeið.
Sammála símaskrá… þetta er alveg sjúklega auðvelt og klikkað gaman enda alveg geðveikt flott ;) tí hí hí en ég mæli hiklaust með búðinni Föndru sem er á Langholtsvegi… konurnar þar eru yndislegar og hjálpa manni og leiðbeina manni.
Það er víða hægt að fá serviettur í þetta. Hægt er að kaupa þær í stykkja tali í föndurverslunum og eru þær ekki svo rosalega dýrar (að mér finnst)Eins minnir mig að til séu serviettur í Blómaval sem eru fallegar í svona og eins er hægt að athuga málið í Garðheimum. Skólavörubúðin er líka mjög góð í sambandi við föndurvörur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..