Nú er ég að spá í einu varðandi amerísk rúm.

Ég á king size rúm sem ég er búin að eiga í tæp þrjú ár. Ég man nú ekkert hvar eða það var keypt… Rúmið er þannig að það er sem sagt svona járndrasl til að halda þessu uppi, síðan kemur hörð undirdýna, síðan mjúk dýna og svo yfirdýna.

Ég var að spá hvort að það væri ekki hægt að setja gafl á svona amerísk rúm þó að þau séu orðin svona gömul? Mig langar svo að vita hvort ég get sett gafl á rúmið. Það eru engar festingar eða slíkt á rúminu mínu og hef ekki hugmynd um hvort að gert sé ráð fyrir því. En mig langar sko að hafa svona massívan rúmgafl úr dökkum við. Vitiði hvar svoleiðis fæst og hvar getur maður fengið upplýsingar um amerísk rúm hér í RVK.

Er kannski einhver hér sem á svona rúm og þá með gafli?


Kv. tins