Hmmm… ekta prinsessuherbergi. Það er hægt að fá alveg ótrúlega sæt húsgögn í barnaherbergi í Ikea. Þar sem að leikföngin eru og allt það dót þar er eitt herbergi sem mér finnst alveg æðislegt. Það er með svona litlum húsgögnum úr lútaðri furu. Fataskáp, kommóðu, rúmi sem hægt er að lengja og stytta (þegar hún verður eldri) og alls konar æðislegum hlutum. Ég myndi mála herbergið í einhverjum fallegum bleikum eða ferskjulit. Setja fallegan borða á veggina (jafnvel vera með sitthvoran litinn fyrir ofan og neðan.) Síðan þegar litla stelpan þín er orðin stór þá getur hún fengið svona “himnasæng” eða svona hvítt net yfir rúmið, mig dreymdi alltaf um svoleiðis þegar ég var lítil. Síðan geturu sett litla ódýra ljósakrónu í loftið. Það eru til alveg rosalega falleg húsgögn í barnaherbergi í Ikea. Þau eru líka ódýrari þar en í Tekk. Reyndar eru húsgögnin í Tekk líka alveg æðisleg! Farðu bara í húsgagnaleiðangur, ég held að það séu sett upp prinsessu- sýnisherbergi í öllum betri húsgagnaverslunum!
gangi þér vel :)