Mig langar að benda fólki á eina skemmtilega verslun. Góði hirðirinn er nytjamarkaður Sorpu. Þar er hægt að fá nánast allt fyrir heimilið.
Þetta virkar þannig að á öllum endurvinnslustöðvum sorpu er gámur fyrir nytjahluti. Fólk getur sett heillega hluti inn í þá í stað þess að henda þeim. Svo eru þessir hlutir teknir og seldir á vægu verði í góða hirðinum.
Allur ágóði af sölunni fer til líknamála.
Þetta er sniðugt fyrir ungt fólk og fólk sem er ekki endilega með mikinn pening á milli handanna. Svo er líka alltaf gaman að eiga hluti sem hafa sál.