Jæja þetta áhugamál er algjör snilld!
Ég ætlaði að forvitnast hvernig það var hjá ykkur þegar þið fluttuð að heiman og hvað þið voruð gömul…
Ég var tvítug þegar ég flutti að heiman til að fara í háskóla, finnst það bara alveg passlegur aldur held ég. Það eru náttúrlega þvílík viðbrigði að standa allt í einu á eigin fótum en vá það sem það er gaman að ráða sér sjálfur!
Það fer samt auðvitað eftir persónununum sjálfum hvenær þær eru tilbúnar til að flytja að heiman…
Hvað finnst ykkur?
Kveðja tins