Ég byrja á að taka allt út úr herbergjunum sem á ekki að vera þar, oftast er flest á gólfinu þannig að ég sópa því bara út, þurrka af þar og geri það sem þarf að gera og loka svo herberginu, geri þetta koll af kolli þangað til öll herbergi eru lokuð
Svo byrja ég á stofunni, tek allt sem á ekki að vera þar geng frá dvd myndum á sinn stað, fer með allt mitt dót og geng frá inn á mitt svæði í stofunni, og allt hennar dót á hennar svæði, þurrka af og sópa öllu sem er á gólfinu inn í eldhús
týni allt rusl úr eldhúsinu, og úr hrúgunni á eldhúsgólfinu og fer með út, svo er vaskað upp, þurrkað og gengið frá upp í skápa, allt tekið úr skápum sem á ekki að vera þar(þar á meðal ísskápnum) og sett á sína staði, allur þvottur tekinn og farið með inn í þvottahús, rest týnd af gólfi og gengið frá
þvottahús, allt flokkað og byrjað að þvo það sem er mest af, á meðan þvottavélin vinnur er baðherbergið tekið og gengið frá því sem er á vaskinum og í hillunum, rest sópað fram, þvotti hent inn í þvottahús
skúrað yfir allt saman og svo slappað af :D
hvort finnst ykkur betra að safna öllu stöffinu saman í einn haug og ganga svo frá eða týna upp hvert og eitt og fara með á sinn stað
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950