Hæhæ Mig langaði að spyrja, þeir sem hafa skipt úr einbýlishúsi yfir í blokk, hvernig finnst ykkur það? Er erfitt að breyta? Og svo þeir sem búa í blokk en hafa aldrei búið í einbýlishúsi, myndi ykkur langa mikið til að skipta yfir í einbýlishús?
mamma og pabbi voru einmitt að kaupa íbúð í blokk og ég hef búið í sama risa einbýlishúsinu síðan ég var lítil:S Við þurfum að henda fullt af drasli og omg. En það er ekki búið að byggja blokkirnar og þetta verður svolítið nýtískulegt hús og stór íbúð… ég get huggað mig við það heh.. en annars þá erum við að byggja hjúmongos sumarbústað sem verður bara eins og annað heimili:)
mamma og pabbi voru einmitt að kaupa íbúð í blokk og ég hef búið í sama risa einbýlishúsinu síðan ég var lítil:S Við þurfum að henda fullt af drasli og omg. En það er ekki búið að byggja blokkirnar og þetta verður svolítið nýtískulegt hús og stór íbúð… ég get huggað mig við það heh.. en annars þá erum við að byggja hjúmongos sumarbústað sem verður bara eins og annað heimili:)
Úff.. mér fannst það ekki auðvelt.. ég bjó í stóru einbýlishúsi fyrstu 17 ár lífs míns… svo flutti fjölskyldan til útlanda, en ég í íbúð í 3 íbúða húsi í Reykjavík.. Fannst það erfiðast að venjast því að þurfa að sýna nágrönnunum tillitsemi þ.e.a.s. ekki hafa of mikinn hávaða og svona.. Svo er eins og veggirnir hérna séu úr pappa eða eitthvað, því að ef að nágrannarnir eru að horfa á sjónvarpið get ég heyrt hvaða stöð þau eru að horfa á!
og já.. þau eiga 3 krakka.. sem vakna kl. hálf átta á sunudagsmorgnum… og hlaupa um öskrandi.. fuuunn..
já þá ertu væntalnlega bara í svona frekar hmm.. lélegri blokk, gamalli eða ekki svona í hæstu gæðum. Við erum að fara í blokk sem er verið að byggja sem er svona í áttina að snobblegri blokk og held að það heyrist ekkert á milli… eða ég vona það allavega:)
Hef alltaf átt heima í einbýlishúsum nema einu sinni í svona einhvernvegin risablokk (80+ hæðir) sem var náttúrulega frábært alveg hljóðeinangrað og risastór íbúð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..