Hvernig er skreytt fyrir jólin hjá ykkur? Fáið þið sem búið hjá foreldrum eitthvað að ráða um hvernig það er utan herbergis ykkar?
Þetta eru fyrstu jólin mín sem ég bý ekki hjá mömmu og pabba. Síðustu jólum eyddi ég þó erlendis, án þeirra. Foreldrar mínir setja seríur í flesta glugga. Þau eiga mikið af alls konar gömlu dóti, sem þau hengja útum allt. Svo er auðvitað jólatré :) Og já, aðventuljós í eldhúsgluggann. Þau eru með grenilengju á einum vegg í einni stofunni, hangandi í sveig. Svo á báðum svölunum.
Þessi jól eru, sem fyrr segir, fyrstu jólin mín með kærastanum. Við ætlum að leggja meiri áherslu á seríur en annað skraut, verðum eiginlega bara með seríur og jólatré. Ég krefst þess líka að það verði sett einhverskonar stjarna yfir eldavélina. Don't ask me why. Ég bara horfði þangað í gær þegar ég var að elda, og sá að þarna vantar sárlega stjörnu :p
Jámm… hvernig skreytið þið?
Og já, ég er komin í jólastuð :S er að reyna að halda aftur af mér, en það tekst ekkert voðalega vel..
…