Það geta verið margar ástæður fyrir því að gólfið sé farið að gliðna eða verpast.
tökum nokkur dæmi:
1. Var gólfið (Steypan) rakamælt eins og framleiðendur mæla yfirleitt með.
2. Léstu parketið standa í opnum umbúðum í amk 10 daga inní íbúðinni til að venjast raka og hitastiginu í herberginu.
3. Lagði fagmaður efnið niður (skiptir ekki höfuð máli en framleiðandi gæti notað þetta)
4. Er mikill hiti í gólfinu, t.d hitalagnir í gólfum. Þarf ekki að vera gólfhiti heldur aðeins lögn á milli herbergja.
5. var notað rétt lím (hef séð slæmt dæmi um ranga límnotkun)
6. Hvað var steypan gömul sem þú lagðir á? (Rakastig og hreyfing húss)
7. Var parketið lagt alveg stíft út í vegg? Það er algjörlega bannað því það er og mun alltaf vera hreyfing á parketi. (Þetta er jú viður sem er lifandi efni)
Er þetta fljótandi eða niðurlímt
Niðurlímt er hægt að slípa og lakka/olíubera og þetta mun að öllum líkindum hverfa.
Ég vil taka fram að ég er á engan hátt tengdur Harðviðarvali eða eigendum þess. Vil bara benda á að það er ekki endilega söluaðilinn sem er vondi kallinn í þessu. Þó finnst mér lélegt af þeim að koma ekki eins og þeir lofuðu. En svo á móti þá á maður að ýta á eftir því að eitthvað sé gert i þessu. Það er þinn hagur ekki söluaðilans að eitthvað sé gert í þessu. Það þýðir ekki bara að hringja einusinni og fara svo í fýlu og kvarta á Huga.is. Gera eitthvað í málunu, það er lykilatriði.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.