Nú er ég á fullu að gera upp garðinn hjá mér, bý í 2ja hæða tvíbýli síðan 1950 á jarðhæð sem er komin tími á að steina algjörlega upp klæðninguna. Það þarf að múra í sprungur og laga steyptar rennur.
Það er vonlaust að fá iðnaðarmann á staðinn til að gefa verð og mig er farið að klægja í fingurna yfir því að geta sett upp sólpall. En vandinn er ekki bara sá að iðnaðarmaður finnst ekki heldur hallar jarðvegurinn upp að húsinu vegna veðrunar svo við viljum taka hana niður í beina línu og þar með hækka húsið. Eftir það getum við hreiðrað um okkur í garðinum. Jarðvegurinn er grjótharður og vonlaust fyrir meðalmanneskju að gera þetta á eigin spýtur.
Er einhver með tillögur? Er einhver iðnaðamaður/múrari að lesa þetta og vantar starf með haustinu???