Heimilið er staður þar sem að manni á að líða vel. Mér líður vel heima hjá mér en ég er svo rosalega ánægð með nýja sófann sem að við vorum að kaupa okkur að ég get ekki annað en deilt því með einhverjum.
Við vorum mikið búin að spá í hvernig sófa við ættum að kaupa okkur, við vöðum ekkert í peningunum og höfum ekki mikið pláss þannig að við þurftum að vanda valið. Við vildum líka endingargóðan sófa sem að margir gætu setið í því að við fáum oft vini í heimsókn. Eftir mikla leit enduðum við í IKEA þar sem að við fundum hreinlega drauma sófann. Ég get í hreinskilni sagt að við séum varla búin að fara úr honum, enda plássið mikið.
Mig langaði að vita hvar flestir versluðu húgsögnin sín? Var líka að kaupa mér nýjar hillur í stofuna í IKEA og borð í rumfatalagernum… eru þetta bara einustaðirnir nú til dags sem að hægt er að finna sæmilega ódýr húsgögn? hvernig er það?