Hæhæ

Ég hef tekið eftir því að þetta áhugamál er ekki mikið stundað. Þar sem þetta áhugamál kallast Heimilið þá fékk það mig til að hugsa að á heimili er ekki endilega bara húsgögn og skipulag. Það sem ég er að reyna að segja að kannski það ætti aðeins að fara út fyrir þær samræður og tala um það sem gerist á heimilum! Ég veit um margt á heimilum annað en skipulag/óskipulag og húsgögn og arkítekt en það er hægt að tala um það á öðrum áhugamálum líka eins og myndilst. Það er líka soldið erfitt að tala um sona uppröðun á húsgögnum og þannig á heimilum.

Allavega það sem ég er að tala um þá veit ég að á sumum heimilum er líka t.d. heimilsofbeldi…
Erum við þá að fara soldið mikið útfyrir tilgang áhugamálsins?

En bara sona aðeins að reyna að bjarga áhugamálinu þar sem seinasta grein var skrifuð í september eða eitthvað og nú er febrúar, allavega þegar ég er að skrifa þessa grein.

Ef þetta er óviðeigandi þá sætti ég mig alveg við að hún fari á korkinn;)