Er ég ekki óheppin?
Ég á heima í notalegu hverfi.. segi það kannski ekki heldur svona hverfi sem er nálægt vinkonum mínum og strætó skýli beint fyrir framan húsið og svona en ég hef átt heima hér í mörg ár.. fjögur ár sem sagt.. og á fullt af vinkonum sem eiga heima nálægt og sonna..
Fyrst þegar að við fluttum hingað var ég í 2. bekk og þá fékk frændi minn, bróðir mömmu minnar, að eiga heima hjá okkur á meðan að hann leitaði sér að íbúð. Hann fékk stærra herbergið og ég minna því að minna, því að minna herbergið var nær hjónaherberginu og það væri dálítið asnalegt ef hann væri í miðjunni;)
Svo ég fór í minna herbergið.
Svo eftir tvö ár flutti frændi minn í burtu. Þá nenntum við ekki að færa mig en svo í maí 2003 fæddist systir mín og þá fórum við að íhuga að þegar að hún yrði eldri fengi hún mitt herbergi svo ég þyrfti þá að færa mig.
En það leið ekki að löngu fyrr en í byrjun ágúst nú í ár, 2004, flutti ég yfir í stærra herbergið. En áður en ég fór þá málðuðum við herbergið mitt nýja. Það var áður svo dökkt og strákalegt að við gerðum það ljósara og aðeins stelpulegra.. með því að hafa einn vegg ljós bláan og hina hvíta.
Við gerðum það og ekki má gleyma að ég fékk stærra og miklu betra rúm og allt var tilbúið áður en að skólinn byrjaði og allt í himnastalagi.
En svo eftir nokkrar vikur fóru mamma og pabbi að skoða íbúð í bænum og þeim leist vel á hana og við leigjum þar og ætlum að eiga heima þar í svona um það bil tvö ár og flytja svo aftur!!
Er ekki týpíst að vera nýkomin í nýtt og betra herbergi, búin að mála og allt að gera og svo bara flytja? Og sko plús það þá fer ég í helmingi minna herbergi og við flytjum í miklu minni íbúð!