Guð nei ég vissi ekki um z!!!
Þessi stafur er notaður í öllum tungumálum heimsins.
Y verður ekki tekin úr íslensku af því að þú segir það.
Ef þú kæmir með betri rök en þetta af hverju y ætti ekki að vera notað í íslensku máli þá myndi ég kannski íhuga það, en þessi rök eru algjörlega út í hött.
Þú gætir alveg eins sagt að É ætti að verða tekið út því að maður geti alveg eins skrifað JE í staðinn! eða jafnvel Æ þyrfti ekki að vera því að maður getur alveg eins sagt AE í orði frekar.
Ættum við ekki líka að taka út Þ, meina við ereum eina landið með þennan staf sem þýðir að við höfum ekkert að gera með hann. Við getum alveg eins notað TH í staðinn eins og önnur lönd!
Svo hef ég tekið eftir að þú notar ekki heldur hv-orð, viltu semsagt taka það út úr íslensku líka?
Það er erfitt að lesa það sem þú skrifar, fólk nennir ekki að standa í því, þarf oft að pæla í orðum hjá þér til að fatta þau.
Hvað ef allir færu að skrifa eins og þeir myndu vilja hafa það? Þá myndum við ekki skilja hvort annað, allir hefðu sinn eigin stafsetningarstíl sem myndi leiða til þess að íslenska myndi deyja út.
Þú hefur ekki enn svarað mér með það hvort þú viljir láta taka Y alveg út, viltu það bara í íslensku eða bara yfir höfuð í öllum tunugmálum?