Ég er með þvottavél sem er að gera útaf við mig. Ég verð að taka þvottinn úr henni um leið og hún er búin, annars kemur vond lykt í hann. Ég er búin að þrífa sigtið og sápuhólfið. Svo er ég líka búin að prófa að láta hana þvo með ediki (kannski ekki verið nógu mikið edik).
Langaði bara að athuga hvort einhver hérna gæti mögulega gefið mér ráð við þessu. Það er ekki gaman að ganga um í illa lyktandi fötum ;)