Það gera kannski ekki allir sér grein fyrir því að steinsteypt hús geta verið allt 30 til 40 ára að þorna. Þar að segja steypan er að harna og skila út úr sér vatni sem verður afgangs ef svo má segja. En þetta langa hrönunarferli veldur því að maður þarf að mála steininn á nokkra ára milli bili. Bæði utan og innan dyra. Best er til að minnka viðhald á húsum er að klæða húsið utandyra strax og leyfa steininum að anda. En þetta er ekki hægt innan dyra þar þarf að taka tillit til þess að steypan þarf að anda. Sumir hafa kannski rekið sig á það að hálfu ári eftir að húsið hafi verið byggt þá eru veggirnir ornir svartir. Það er bara vegna þess að steypan er að anda. Og eina leiðin til að þetta sjáist ekki er að mála reglulega yfir. Góð regla er að mála þegar það fer að sjást dökkir bletir í hornum og vanalega alveg uppundir loft.
Þessi grein er birt með fyrirvara um mismunandi gerðir og aldur steypa.