Nú ætla ég að lýsa heimilinu mínu:) Það er þannig: Ég bý í blokk. Maður gengur inn í “anddyri” þar sem eru póstkassar og dyrabjöllur. Svo fer maður inn og fyrsta íbúð til hægri er mín. Eins og ég sagði gengur maður inn í enda og þar er hurðin. Við hliðina á því eru sameiginleg hjólageymsla og þvottahús. En allaveganna, þegar maður gengur inn þá kemur gangur á vinstri hönd. Á honum eru skápar og síðan við hliðina á þeim er tölva og svo herbergið mitt:) Það er mjög lítið en mér líður bara vel þar. Við hliðina á því kemur svo mömmu og pabba herbergi sem er miklu stærra en mitt. Þar er bara eitt hjónarúm og skápar sem eru fastir við vegginn, það er sko nóg skápapláss í okkar íbúð;) og síðan kemur baðherbergið, sem er frekar rúmgott með baði og sturtu þar í og klósetti og vaski í vaskskáp og litlum baðskáp.(Auðvitað eru beygjur á veggjunum allsstaðar). Við hliðina á baðinu er bara veggur og við hann stendur skenkur. Síðan kemur “beygja” og þá kemur maður inn í eldhús. Það er rúmgott og bjart með miklu skápaplássi. Eldhúsið er síðan opið inn í stofuna en hún er ekkert mjög stór. Þar er nýlegur sófi og hillur með sjonvarpi og fleiru í. En þá er íbúðin ekki stærri. Vona að ykkur líki hún. Kveðja
-Stubba Potte