Að kaupa íbúð getur verið mikið mál, treystu mér ég er að ganga í gegnum það.
Fyrst þarftu að fara í gegnum greiðslumat, enginn borga sínu fyrstu íbúð út í peningum. Greiðslumatið sínir þér hve mikið þú getur borgað á mánuði af lánunum sem þú þarft. Mundu að íbúðarlánasjóður lánar þér bara 70% og þú getur fengið viðbótarlán hjá hinum ýmsum bankastofnunum upp í 90%. Sem þýðir að þú þarft að eiga 10% af andvirði íbúðarinnar.
Síðan þarftu að fynna þér íbúð sem passar inn í matið sem þú fékkst og þar þarftu að vanda valið. EKKI HOPPA Á FYRSTU ÍBÚÐINA sem þú sérð, skoðaðu þig um. Og ef þú hefur smiði í fjölskyldu þá notaðu þá, þeir hafa geta séð galla sem við mundum aldrey taka eftir, fyrr en of seint. Ef þú fynnur íbúð sem fellur að þínum óskum og greiðslugetu þá kemur að “prúttinu” og ef allt gengur eftir þá er bara eftir að segja til hamingu með nýju íbúðina:)