Ég er frekar nýr hérna á huga og er rétt að fatta hvernig að þetta gengur fyrir sig og ég er búinn að senda inn nokkrar greinar um hundinn minn og köttinn minn, svo líka um bílinn minn og fleira. Svo að nú datt mér í hug að skrifa um íbúðina mína.
Ég bý í blokk á fyrstu hæð. Ég vildi flytja ofar en þá gæti ég ekki verið með hundinn og því að ég get ekki hugsað um líf mitt án Birtu sem er hundurinn minn svo að ég sætti mig við fyrstu hæðina. Kannski þegar að það koma fleirri í fjölskylduna eins og krakkar þá munum við örugglega flytja á stærra húsnæði eins og kannski parhús eða eitthvað líkt því.
Ég bý í minni ágætu íbúð með kærestu minni og dýrunum mínum. Við búum í gravarvogi og okkur líkar bara ágætlega við hverfið okkur, það er betra heldur en Breiðholtið þar sem að allir eru að lemja alla en ef ég ætla að tala um það hér ætti ég að fara á áhugamálið “Deiglan”. Íbúðin er ekki mjög stór en alveg nógu stór þar sem að við erum bara tvö, fjögur ef að þú telur köttinn og hundinn með. Hún er 115 fermetrar, alveg passlegt fyrir okkur. Við erum með parket á gólfinu, það er frekar svo dökkt, mér finnst það mjög flott. Veggirnir inni í stofu eru hvítir og allt húsið er eiginlega málað hvítt nema skrifstofuherbergið en það er blátt og hvítt. Þar inni er skrifaborðið mitt og talvan og allt sem að ég þarf eins og sjónvarp og einn lítill svefnsófi sem að gestir fá að nota þegar að þeir koma í heimsókn. Já, gleymdi því næstum, svo er hjónaherbergið rautt og hvítt. Mér datt í hug að mála það þannig því að mamma og pabbi hafa þannig þannig og mér fannst það svo ógeðslega flott að ég áhvað að herma, ætli þau hafi tekið eftir því.
Ég kýs að sleppa því að segja frá hvað íbúðin mín kostaði, það er trúnaðarmál og ég vill ekki vera að segja öllum heiminum frá því.
Ég hvet fólk að segja frá íbúðunum sínum eða húsum. En ekki ef að þið hafið ekkert að segja nema kannski “Ég bý íbúð sem að er stór”, engann þannig sora, segið frekar frá eins vel og þið getið og reynið að lýsa hvernig íbúðin eða húsið er, ég veit ekki hva vel það tókst hjá mér en það kemur í ljós þegar að ég sé álit fólks hérna.
Kveðja Jackson5