Íbúðin mín er 135 fermetrar plús eigum við tvær svalir sem eru báðar 30 fermetar og svo á ég svona 40 fermetra bílskúr svo allt í allt er húsið svona 235 fermetrar, svo erum við með 1000 fermetra garð. Við búum á annari hæð í tvíbýli á Seltjarnarnesinu, húsið er á einhvern veginn grænt, smá hvítt með svörtu þaki á litinn. Þegar maður labbar inn í húsið er forstofa og forstofuherbergi sem við köllum tölvuherbergið og þar eru tölvurnar. Svo er stofan leið og maður opnar hurðina í forstofunni og svo strax til hægri er eldhúsið og inni í eldhúsinu eru dyr út á svalirnar. En þegar maður beigir til vinstri í stofunni er gangur þar sem öll herbergin eru. Fyrst kemur herbergið mitt svo er miðju herbergið þar sem við geymum bara drasl eins og Imac tölvunni okkar, en í vor þá munum við brjóta veggin til að stækka herbergið mitt. Svo út í enda er hjónaherberið og svo er baðherbergið líka þarna í ganginum. Húsið er frekar illa farið að utan eins og það er margt ryðgað og illa farið en í vor ætlum við að taka allt húsið í gegn eins og að mála húsið og laga allt þetta ryðgaða og síðan gera allt húsið flottara.
Kveðja Birki