Þú getur haft útboð. Ég frétti af pari sem fór í svoleiðis dæmi, greinilega einhver atvinnu-útleigjandi því auglýsingin um íbúðina benti á símanúmer þar sem símsvari las inn allar upplýsingar, heimilisfang og að hún yrði sýnd næsta laugardag á eftir og svo bent á símanúmer sem fólk gæti hringt í ef það væru spurningar. Þau fóru að skoða og það var fullt af fólki og allir fengu ljósrituð blöð þar sem þeir áttu að skrifa hvað þeir gætu borgað í leigu auk þess hvern þeir gætu fengið til að skrifa uppá fyrir sig. Hins vegar náttúrulega hætta á að fá inn eitthvað pakk sem hvorki getur né ætlar að borga og tekur endalausan tíma að ná út. Passaðu að fá nöfn fólksins sem þau leigðu hjá áður og tékka á því að það sé í lagi með fólkið.
Þú getur líka tékkað á auglýsingum um íbúðir til leigu og fundið út hvað aðrir eru að leigja sínar á. Þumalputtareglan hefur lengi verið þúsundkall á fermeter en fer lækkandi með stærð þannig að mér finndist ekki ólíklegt að þú gætir fengið 80. Veit að foreldrar mínir eru að leigja út 45 fm 2 herb. kjallaraíbúð með sérinngangi og engri geymslu á 45 þús. og það er líka útí Kópavogi.