Hah, fáðu þér bara borvél og málband og kauptu plastlagðar spónaplötur í BYKO og smíðaðu bara hillur. Ekkert mál. Ég gerði það þegar mig vantaði skápa einhvern tímann þegar ég var unglingur. Að vísu hjálpaði pabbi líka smá :) Ef þú vilt síðan endilega hafa hurðir á þeim sem mér finnst reyndar þvílíkur óþarfi og tímaeyðsla, þá geturðu sett hurðir. Annars geturðu fengið allt efni tilsagað hjá BYKO. Ef þú hefur einhvern tímann sett saman IKEA hillur, þá er þetta ekkert mál.