Ég veit ekki alveg hvar ég á að setja þetta, en þar sem þetta hefur með “skreytingu” á heimilinu að gera var ekki alvitlaust að koma hingað með þetta. Vona bara að þetta sé réttur korkur…
Mig vantar plaköt til að þurfa ekki að horfa á auða veggi á nýja heimili mínu.
Ég er sérstaklega að leita að art deco kappakstursauglýsingapostereftirprentunum (flott orð, huh? ;) en fleira art deco kemur til greina, t.d. áfengisauglýsingar.
Bíómyndaposterar af klassískum bíómyndum og hugsanlega tónlistarplaköt koma til greina.
Veit einhver hvar maður fær svona, eða better yet, er einhver sem á svona og vill losna við?<br><br>“Small, tight, so sexy”
- Henrik Fisker, yfirhönnuður Aston Martin um DB4 Zagato.