Þú getur fengið þér svona þunnt net til að loka rifunni á glugganum þegar þú opnar hann, ein eldri kona sem ég þekki er með þannig því hún vill ekki fá flugur inn til sín. Þannig getur hún haft opin gluggann.
Svo held ég að málið sé bara að láta eitra, lét gera það heima hjá foreldrum mínum því það var allt gjörsamlega morandi í fyrra sumar. Það snarminnkaði af kongulóm en þó aðallega þessum stóru hlussum sem voru að búa til vefi út um allt, bara viðbjóður. Að vísu benti frændi minn mér á að það væri minnsta mál að eitra sjálfur, getur keypt eitrið og þarft svona spes brúsa, en bara hringja í meindýraeyði og spyrja þá ráða.