Það er alveg rétt, það ER svindl.
Vinkona konu sem ég þekki vinnur í einni flottustu húsgagnaversluninni í bænum. Hún sagði þessari sem ég þekki að allt í íbúð sem var sýnd í Innlit/Útlit hefði verið fengið að láni í versluninni. Allt, og þá meina ég allt. Meira að segja kerti sem voru í kertastjaka á einu borðinu.
Á eftir þáttinn var að sjálfsögðu öllu skilað…einnig kertunum. Þegar hún spurði manninn: Hvað á ég að gera við þessi kerti, það er búið að kveikja á þeim! Svaraði hann: Kemur mér ekki við, við máttum fá allt lánað.
Í þættinum sagði þessi maður: Við fórum þarna inn í X og bara keyptu og keyptum! Við bara gátum ekki stoppað okkur!
Yeah. Right.
Hús og hýbíli er stundum með plat og stundum ekki. Ég þekki konu sem var með opnu fyrir jolin einu sinni í blaðinu og veit að engu var breytt, heimili hennar er fullkomið (samt rosalega kósý og yndislegt) og verður að jólahúsi.
SVo veit ég um annað dæmi þar sem H&H kom og öllu var umturnað. Það var engu bætt við en innahúsarkitekt kom með þeim og endurraðaði öllum svæðum sem sýnd voru.
Svo, engin ástæða til að vera með minnimáttarkennd, þetta ER svindl upp til hópa. Eða hluta ;)<br><br><a href="
http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a