af því að þetta er frekar “slow” áhugamál núna þá langar mig að setja af stað smá könnun, öllum frjáls þátttaka að sjálfsögðu :)

hvaðan eru húsgögnin ykkar?

1. Eldhúsið
2. Stofan, sófasett og borð
3. Stofan, hillusamstæður og svoleiðis
4. Borðstofan
5. Svefnherbergið
6. Barnaherbergið

ég skal byrja

1. eldhúsborð og stólar úr IKEA, barnastólarnir reyndar Trip Trapp
2. gamall hornsófi úr Rúmfatalagernum og stofuborð frá IKEA
3. Hillusamstæða frá Hirzlunni og sjónvarpsskápurinn líka
4. Hef enga borðstofu :(
5. Rúm frá Betra Bak og skápar keyptir notaðir (í gegnum hugi.is) en þeir eru reyndar frá IKEA
6. Rimlarúm, kommóður og skenkur frá Rúmfatalagernum og rúm fyrir eldra barnið frá Húsgagnaheimilinu í Grafarvogi.

Ég hélt nú að það lægi ekki svo mikill peningur í þessu hjá mér en að betur skoðuðu máli þá sér maður auðvitað að þetta er hellingur.

hvað segið þið?
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín