
Það sem við höfum gert núna er að byggja vegg við stigann niður á neðri hæðina til að skilja á milli íbúða. Þar er kattalúga svo hundurinn og kettirnir geta farið óhindrað á milli ásamt hlutum eins og DV og Mogginn. Parkett er komið á stofuna og hjónaherbergið en þar var upprunalegt teppi sem var orðið mjög lélegt. Einnig var strigaplötunum í hjónaherberginu snúið við til að spara og svo var málað og kíttað á milli svo nú er þetta bara venjulegur veggur.
En hjónaherbergið var ekki svefnherbergi og því þrifum við það hátt og lágt þegar ég og maðurinn minn ákváðum að sofa þar inni. Allir veggir, gluggar, loft og skápar var tekið í gegn áður en við fluttum þangað inn. Það hafði verið reykt talsvert í herberginu en gluggarnir höfðu verið fægðir fyrir tveimur árum seinast og sýnir myndin hversu mikið safnast af ógeði vegna reykinga á gluggann á aðeins tveimur árum. Vinstri gluggann er ég búin að þrífa en á eftir hægri gluggann. Hægra megin sést í vegginn sem var snúið við í bókstaflegri merkingu :)
Góðar stundir,
IceCat