Hugmyndin er þannig að fólk geti sent inn lýsingu á þeim framkvæmdum sem að viðkomandi er að byrja á á sínu heimili. Einnig þyrfti helst að fylgja mynd, svona “fyrir” mynd. Svo þegar að verkið er búið þá væri hægt að senda inn svona “eftir” mynd og hinum leyft að sjá hvernig til tókst. Gaman væri að fá með líka lýsingu á t.d. efnum sem notuð voru, hvar þau fengust, kostnað og svoleiðis. Allt eftir því sem passar í hvert skipti. Vonandi verða bara sem flestir með.
Ég skal byrja :)
Ég er að velta fyrir mér núna að taka vegg (sem er reyndar bara endahlið á skápum sem skilja að forstofu og eldhús) og skipta um spegil, flísaleggja mosaik í kring og setja lýsingu yfir. Draumurinn er að búa til lampann sjálf úr leir en ég er ekki alveg búin að sjá fyrir mér hvernig eða hvort að lýsingin verður rafmagns eða bara kertaljós.
Þið getið séð á myndinni hvernig þetta lítur út hjá mér í dag. Gamlar spegilflísar sem eru farnar að losna og eiginlega orðnar hættulegar börnunum mínum. Ég er líka bara búin að fá leið á þessum beina spegli.
Vonandi gengur þetta hjá mér fljótlega þannig að ég geti sent inn mynd af því hvernig til tókst.
kv.
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín