Miðað við linkinn sem pollyanna sendi inn, ef það er dæmið sem þú ert að tala um, þá er grunnpakkinn án:
Hreinlætistækja
Gólfefna
Raflagna
Pípulagna
Málningar
Uppsetningar
Uppsetning er svo í listanum sem þú telur upp en þá er eftir málning, pípulagnir, raflagnir, gólfefni og hreinlætistæki. Að vísu er raf- og pípulagnahönnun og efni innifalið en hefur þú kunnáttu og réttindi til að leggja þessar lagnir? Annars þarftu að ráða rafvirkja og pípara til að ganga frá því.
Innifalið er líka:
Verkfræðivinna (Grunnur, lagnir, festingar ofl.)
450.000
og er það bara hönnun á grunni og lögnum (verkfræðivinna) eða er það virkilega grunnurinn og lagnirnar komnar í lóð?
Gluggar eru náttúrulega innbyggðir í einingarnar en það stendur ekkert um að innréttingar séu innifaldar og gólfefni er tekið fram að er ekki inni í þessum pakka. Ég myndi hringja í fyrirtækið og fá það á hreint nákvæmlega hvað er innifalið og hvað ekki og hvað þetta aukalega myndi kosta.
Algengt verð á húsi (efnispakka) með innréttingum, hurðum (inni og úti), gerettum, læsingum og frágangslistum, komið á byggingarstað á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en án :
Hreinlætistækja
Gólfefna
Raflagna
Pípulagana
Má lningar
Uppsetningar
Jú það stendur sko, allar innréttingar nema þessi runa.
Svo er þetta náttlega spurning um uppsetningu, það hlýtur að kosta sitt… held að þetta sé alls ekkert ódýrt þegar uppi er staðið… Þakka þér fyrir þessar ábendingar, það eru svona hlutir nefnilega sem ég allavega flaska á =)
0
Uppsetning á húsinu sjálfu kostar 2.000.000 skv. listanum í upphaflegu greininni en það er spurning hvort uppsetning á pípulögnum og rafkerfi sé innifalin eða að grafa og steypa grunn.
0
Þakka þér kærlega. Ég er svo heppin að sölumenn og arkitektar verða á Egilstöðum á næstu helgi. Þá ætla ég að athuga þetta.
Það s..s er rafmagn, grunnur, og hvort að uppsetning 2 millur eigi við hérna úti á landi.
OG e-h meira.. ég sé ekki hitt svarið þitt fyrir ofan.
Þú ert frábær =)
0