Nú veit ég alveg að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk tryggi sig ekki.
Margir segja örugglega að þeir hafi ekki efni á því en mér finnst að frekar ætti að horfa á hlutina þannig hvort maður hafi efni á því að vera ekki tryggður.
Aðrir segja kannski að þeim finnist ekki taka því að tryggja sig vegna þess að þegar viðkomandi lendi í tjóni þá komi tryggingafélagið alltaf með einhverjar afsakanir fyrir því að málið sé ekki tryggt. Ég hef sjálf lent í þannig, að vísu með ökutækjatryggingu sem ég fékk ekkert út úr og var auðvitað ekki sátt við.
Ég sjálf er með þessa lögboðnu brunatryggingu (ef að maður á húsnæðið sjálfur þá er þetta skylda). Svo af því að ég bý í fjölbýlishúsi þá er húsfélgið með húseigendatryggingu sem að tryggir mig fyrir t.d. tjóni á rúðum, vatnstjóni (sumu) ofl. En svo “splæsi” ég í innbústryggingu árlega ca 6000kr. Fyrir það fæ ég innbúið mitt tryggt fyrir uþb 6millj. Ég efa reyndar að innbúið sé svo verðmætt en það skiptir kannski ekki öllu. Svo er eitthvað til sem heitir innbúskaskó, kostar lítið að bæta því við en ég á bara eftir að kynna mér hvað felst í því. Svo byrjaði ég að líftryggja mig þegar að ég eignaðist börnin.
Fyrir þessar tryggingar er ég að borga ríflega 20þús á ári. Ég fæ reyndar einhvern afslátt af því að ég er líka með bílatryggingu á sama stað. Eflaust eru margir í þessum “afsláttar sporum”. Mér finnst reyndar oft að ég gæti nú gert eitthvað skemmtilegra við þessa peninga. En ég enda alltaf í þeirri hugsun að þetta sé ekki mikið að borga fyrir öryggið.
En hvernig er þetta hjá ykkur? Er þetta eitthvað sem þið spáið ekki í?
chloe (er nýbúin að lenda í svolitlu tjóni sem að hefði getað kostað mig tveggja ára tryggingakostnað amk.)
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín