jæja, ég veit nú varla hvort þetta ætti betur heima á matargerð. En skellum þessum bara hérna.

Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér undanfarið innkaupum á heimilinu. Hvar ég versla, hvernig og síðast en ekki síst hvað ég eyði miklu í heimilisreksturinn.

Ég er þannig að ég reyni að versla sem mest í Bónus. Þar kaupi ég langflest, nema grænmeti og ávexti. Það finnst mér best að versla í Hagkaup. Bleyjur kaupi ég reyndar í Gripið og greitt, þar eru þær langódýrastar (amk Pampers). Í 10-11 og 11-11 versla ég helst aldrei sökum verðlags. Nóatún er næsta búð við mig þannig að stundum freistast maður til að versla aðeins þar, aðallega ef að ég gleymi einhverju í Bónus.

Eitt fer þó í pirrurnar á mér í Bónus. Það er geymsluþol ýmissa tegunda. T.d. mjólkurvörur eru oft bara með örfáa daga eftir. Jógúrt hefur 3 vikna geymsluþol (minnir mig) en oft eru bara 4-5 dagar eftir. Þetta á líka við um grænmeti og ávexti. Kemur þetta úr öðrum búðum eða hvað? Svona hef ég aldrei rekist á t.d. í Nóatúni.

Ég er reyndar svo heppin að fisk þarf ég aldrei að kaupa og mjög sjaldan kjöt, það kemur bara beint frá bóndanum (enda langbest svoleiðis).

Við erum 4 í heimili. Ég hef ekki tekið saman ennþá nákvæmlega hvað fer í matarinnkaup á mánuði en ég held að það sé ca 40-50þús, inní því eru reyndar bleijurnar líka á bæði börnin. Ég veit alveg að ég gæti sparað á margan hátt, það er bara spurning um að stilla sig inná þessa “sparnaðar” hugsun. Oft verður reyndar tímaskortur hjá mér til þess að matarinnkaupin eru dýrari en ella.

hvernig er þetta hjá ykkur?

bkv.
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín